Aðilar vinnumarkaðar bíða eftir pakka stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2019 13:11 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. vísir/vilhelm Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins og aðildafélög Landssambands verslunarmanna komust að samkomulagi um nýja kjarasamninga til þriggja ára við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Það er til marks um trú manna á samningunum að verkföll á hótelum sem hefjast áttu á morgun og standa til föstudags voru blásin af. Hins vegar bíða samningsaðilar nú eftir viðbrögðum stjórnvalda og hvað þau eru tilbúin að gera til að hægt verði að undirrita nýja samninga jafnvel í dag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. Finna mætti nýmæli í samningunum. „Þetta yrði þá kjarasamningur sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Hvernig hann er settur upp og svo framvegis. Þannig að ég myndi segja að það sé töluvert nýtt [í samningunum],” segir Ragnar Þór. Meðal annars hafi verið gerðar kröfur um skattalækkanir á lægri- og millitekjuhópa sem að hluta til séu í höfn. Samningarnir feli í sér töluverðar kjarabætur nái þeir fram að ganga. „Það er til litils að semja um krónur ef þær eru hirtar af okkur jafn harðan einhvers staðar annars staðar. Þannig að ég myndi segja að samningurinn væri mjög umfangsmikill og það er ekki hægt að taka einn hluta út úr samningnum án þess að taka tillit til einhvers annars. Ég myndi segja að þetta sé tilraun okkar til að koma saman lífskjarasamningi,” segir Ragnar Þór. Ríkisstjórnin kom saman til reglulegs fundar klukkan hálf tíu í morgun en ekki er reiknað með að hún kynni aðkomu sína að kjarasamningum fyrr en eftir hádegi.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.Óvissa um samflot iðnaðarmanna Félög iðnaðarmanna hafa ekki verið í samfloti með félögum Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna en hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir iðnaðarmenn funda með Samtökum atvinnulífsins klukkan fjögur þar sem farið verði yfir stöðuna. „Það er ekki tímabært að segja nákvæmlega til um það hvort þessi rami falli nákvæmlega utanum okkur eða hvernig það verður. Við þurfum bara að meta það í dag og væntanlega verður eitthvað til umræðu á fundinum með þeim [SA] síðar í dag,” segir Kristján Þórður. Það geti verið blæbrigðamunur á kröfum einstakra félaga sem þurfi að fara yfir. Kristján Þórður tekur undir með formönnum annarra félaga um að útspil stjórnvalda skipti sköpum um gerð nýrra samninga. „Það skiptir verulegu máli hvað við erum að fara að fá inn þar. Við sjáum auðvitað að það getur skipt sköpum í að ná þessum kjarasamningum saman að það komi góður pakki þar,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins og aðildafélög Landssambands verslunarmanna komust að samkomulagi um nýja kjarasamninga til þriggja ára við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Það er til marks um trú manna á samningunum að verkföll á hótelum sem hefjast áttu á morgun og standa til föstudags voru blásin af. Hins vegar bíða samningsaðilar nú eftir viðbrögðum stjórnvalda og hvað þau eru tilbúin að gera til að hægt verði að undirrita nýja samninga jafnvel í dag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. Finna mætti nýmæli í samningunum. „Þetta yrði þá kjarasamningur sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Hvernig hann er settur upp og svo framvegis. Þannig að ég myndi segja að það sé töluvert nýtt [í samningunum],” segir Ragnar Þór. Meðal annars hafi verið gerðar kröfur um skattalækkanir á lægri- og millitekjuhópa sem að hluta til séu í höfn. Samningarnir feli í sér töluverðar kjarabætur nái þeir fram að ganga. „Það er til litils að semja um krónur ef þær eru hirtar af okkur jafn harðan einhvers staðar annars staðar. Þannig að ég myndi segja að samningurinn væri mjög umfangsmikill og það er ekki hægt að taka einn hluta út úr samningnum án þess að taka tillit til einhvers annars. Ég myndi segja að þetta sé tilraun okkar til að koma saman lífskjarasamningi,” segir Ragnar Þór. Ríkisstjórnin kom saman til reglulegs fundar klukkan hálf tíu í morgun en ekki er reiknað með að hún kynni aðkomu sína að kjarasamningum fyrr en eftir hádegi.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.Óvissa um samflot iðnaðarmanna Félög iðnaðarmanna hafa ekki verið í samfloti með félögum Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna en hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir iðnaðarmenn funda með Samtökum atvinnulífsins klukkan fjögur þar sem farið verði yfir stöðuna. „Það er ekki tímabært að segja nákvæmlega til um það hvort þessi rami falli nákvæmlega utanum okkur eða hvernig það verður. Við þurfum bara að meta það í dag og væntanlega verður eitthvað til umræðu á fundinum með þeim [SA] síðar í dag,” segir Kristján Þórður. Það geti verið blæbrigðamunur á kröfum einstakra félaga sem þurfi að fara yfir. Kristján Þórður tekur undir með formönnum annarra félaga um að útspil stjórnvalda skipti sköpum um gerð nýrra samninga. „Það skiptir verulegu máli hvað við erum að fara að fá inn þar. Við sjáum auðvitað að það getur skipt sköpum í að ná þessum kjarasamningum saman að það komi góður pakki þar,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29
Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11