Betur gangi að manna skóla í hremmingum ferðaþjónustu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. apríl 2019 06:00 Skólakerfið sem glímt hefur við manneklu í góðæri síðustu ára kann að njóta góðs af samdrætti í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Ernir Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33