Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2019 13:25 Símon dómsstjóri segir ekkert óeðlilegt við skipan skiptastjóra en þeir Þorsteinn og Sveinn Andri fást nú við eitt stærsta slitabú sem komið hefur til skipta undanfarin ár. „Lögmenn tilkynna dóminum um að þeir taki að sér að vera skiptastjórar í þrotabúum. Þeir fara á lista sem rúllar jafnt og þétt og í réttri röð. Þannig fá lögmenn að jafnaði úthlutað þrotabúum einu sinni á ári,“ segir Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í samtali við Vísi.Óskráð lög og reynsla ráða förNokkur ólga hefur verið, einkum innan lögmannastéttarinnar vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Símon skipaði þá Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Hann segir ferlið í tilfelli WOW air hafa verið þannig að hann hafi ákveðið að Sveinn Andri og Þorsteinn yrðu skiptastjórar. Löglærður aðstoðarmaður dómara í almennri deild, Harpa Sólveig Björnsdóttir, hafi svo skipað þá skiptastjóra. Vísis spurði Símon hvort það væru fyrirliggjandi einhverjar verklagsreglur eða við hvað væri miðað þegar menn væru valdir til starfans? Símon segir að tveimur búum sé úthlutað í einu um þessar mundir.Kolbrún Garðarsdóttir hdl og formaður Félags kvenna í lögmennsku vill fá skýringar frá dómstólasýslunni og dómstjórum um hvort og hvaða verklagsreglur gildi um skipan skiptastjóra.„Þetta fer eftir fjölda innkominna búa. Þegar um allra stærstu búin er að ræða, eins og í tilviki WOW air, er beitt óskráðum viðmiðunum við val á skiptastjóra sem miða við að viðkomandi lögmaður hafi reynslu af meðferð viðamikilla búa og geti afgreitt þau hratt og með skilvirkum hætti.“Kröfuhafar stýra launum skiptastjóra Símon segir jafnframt að litið sé til þess að lögmaðurinn hafi yfir að ráða eða sé í tengslum við starfsemi sem getur aðstoðað hann við vinnslu þrotabúsins, því oft er um mjög mikið starf að ræða, auk þess sem reynt getur á önnur atriði, svo sem þekkingu á bókhaldi. Það er því ekki þannig að kylfa ráði kasti, ef svo má að orði komast en bæði stjórn Lögmannafélags Íslands sem og stjórn Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. „Þessi viðmið hafa ráðið ákvörðunum um skipan skiptastjóra í fjölda mörg ár og eru flestum starfandi lögmönnum kunn. Lögmenn gefa oft á tíðum kost á sér til starfa þegar um stór bú er að ræða og var það einnig svo í þessu tilviki.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/vilhelmSlík framboð eru ekki ráðandi þegar að vali á skiptastjóra kemur. Skiptastjórar taka laun úr þrotabúinu, en þar gæta þeir hagsmuna kröfuhafa. Eiga þeir undir kröfuhöfum hvert tímagjald fyrir þeirra vinnu verður.“Eðlilegt að konur sem karlar séu skiptastjórar Sem áður sagði hefur skipunin verið gagnrýnd harðlega og segir Kolbrún Garðarsdóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku halla á konur við úthlutun verkefna af þessu tagi. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Ekki er orðum aukið að hún hafi verið afdráttarlaus í gagnrýni sinni.Finnst þér hugsanlega vert að taka tillit til kynjakvóta þegar verkefnum sem þessum er úthlutað?„Það er eðlilegt að konur jafnt sem karlar komi að þessum málum og að slík sjónarmið séu í heiðri höfð þegar þrotabúum er úthlutað,“ segir Símon en gefur að öðru leyti ekki mikið út á spurninguna. Ekki er gott að átta sig á því hvar hægt er að staðsetja WOW air á lista yfir stærstu þrotabú. En, það liggur fyrir að það er með þeim stærri frá hruni. „Þrotabú wow air er stórt í sniðum, enda tveir skiptastjórar í því. Langt er um liðið síðan síðast voru skipaðir tveir skiptastjórar í þrotabúi. Erfitt er að segja til um eiginlega stærð þrotabús.“Fréttin uppfærð klukkan 16 með viðbótarupplýsingum um ferlið við skipan skiptastjóra í þrotabúi WOW air. Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Lögmenn tilkynna dóminum um að þeir taki að sér að vera skiptastjórar í þrotabúum. Þeir fara á lista sem rúllar jafnt og þétt og í réttri röð. Þannig fá lögmenn að jafnaði úthlutað þrotabúum einu sinni á ári,“ segir Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í samtali við Vísi.Óskráð lög og reynsla ráða förNokkur ólga hefur verið, einkum innan lögmannastéttarinnar vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Símon skipaði þá Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Hann segir ferlið í tilfelli WOW air hafa verið þannig að hann hafi ákveðið að Sveinn Andri og Þorsteinn yrðu skiptastjórar. Löglærður aðstoðarmaður dómara í almennri deild, Harpa Sólveig Björnsdóttir, hafi svo skipað þá skiptastjóra. Vísis spurði Símon hvort það væru fyrirliggjandi einhverjar verklagsreglur eða við hvað væri miðað þegar menn væru valdir til starfans? Símon segir að tveimur búum sé úthlutað í einu um þessar mundir.Kolbrún Garðarsdóttir hdl og formaður Félags kvenna í lögmennsku vill fá skýringar frá dómstólasýslunni og dómstjórum um hvort og hvaða verklagsreglur gildi um skipan skiptastjóra.„Þetta fer eftir fjölda innkominna búa. Þegar um allra stærstu búin er að ræða, eins og í tilviki WOW air, er beitt óskráðum viðmiðunum við val á skiptastjóra sem miða við að viðkomandi lögmaður hafi reynslu af meðferð viðamikilla búa og geti afgreitt þau hratt og með skilvirkum hætti.“Kröfuhafar stýra launum skiptastjóra Símon segir jafnframt að litið sé til þess að lögmaðurinn hafi yfir að ráða eða sé í tengslum við starfsemi sem getur aðstoðað hann við vinnslu þrotabúsins, því oft er um mjög mikið starf að ræða, auk þess sem reynt getur á önnur atriði, svo sem þekkingu á bókhaldi. Það er því ekki þannig að kylfa ráði kasti, ef svo má að orði komast en bæði stjórn Lögmannafélags Íslands sem og stjórn Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. „Þessi viðmið hafa ráðið ákvörðunum um skipan skiptastjóra í fjölda mörg ár og eru flestum starfandi lögmönnum kunn. Lögmenn gefa oft á tíðum kost á sér til starfa þegar um stór bú er að ræða og var það einnig svo í þessu tilviki.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/vilhelmSlík framboð eru ekki ráðandi þegar að vali á skiptastjóra kemur. Skiptastjórar taka laun úr þrotabúinu, en þar gæta þeir hagsmuna kröfuhafa. Eiga þeir undir kröfuhöfum hvert tímagjald fyrir þeirra vinnu verður.“Eðlilegt að konur sem karlar séu skiptastjórar Sem áður sagði hefur skipunin verið gagnrýnd harðlega og segir Kolbrún Garðarsdóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku halla á konur við úthlutun verkefna af þessu tagi. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Ekki er orðum aukið að hún hafi verið afdráttarlaus í gagnrýni sinni.Finnst þér hugsanlega vert að taka tillit til kynjakvóta þegar verkefnum sem þessum er úthlutað?„Það er eðlilegt að konur jafnt sem karlar komi að þessum málum og að slík sjónarmið séu í heiðri höfð þegar þrotabúum er úthlutað,“ segir Símon en gefur að öðru leyti ekki mikið út á spurninguna. Ekki er gott að átta sig á því hvar hægt er að staðsetja WOW air á lista yfir stærstu þrotabú. En, það liggur fyrir að það er með þeim stærri frá hruni. „Þrotabú wow air er stórt í sniðum, enda tveir skiptastjórar í því. Langt er um liðið síðan síðast voru skipaðir tveir skiptastjórar í þrotabúi. Erfitt er að segja til um eiginlega stærð þrotabús.“Fréttin uppfærð klukkan 16 með viðbótarupplýsingum um ferlið við skipan skiptastjóra í þrotabúi WOW air.
Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31