Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Andri Eysteinsson skrifar 19. apríl 2019 09:06 Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í morgun. Charles McQuillan Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019 Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira