Umsjónarmaður Hluthafa stígur fram Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 22:14 Vefurinn er kostaður af byggingafyrirtækinu Sólhúsi ehf. Vísir/Vilhelm Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að hópfjármagna endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Þetta kemur fram á hluta vefsins þar sem fjallað er verndara hans, en þessum upplýsingum var bætt við vefinn nú í kvöld. Þar segir að „af einhverjum ástæðum, þá hafa fjölmiðlar óskað eftir að upplýst verði hverjir standi á bakvið Hluthafi.com.“ Er upplýst að um sé að ræða hóp einstaklinga sem sér að rekstur lággjaldaflugfélags í eigu Íslendinga sé raunhæfur kostur og vill að landsmenn taki sig saman til að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldafélag sem sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar í dag. „Þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt,“ segir á vefnum. Eru þessir aðilar sagðir kostaðir af byggingafyrirtækinu Sólhúsi ehf. en stjórnarformaður þess fyrirtækis er Guðmundur Bjarni Yngvason. Sonur hans, Friðrik Atli Guðmundsson, er sagður umsjónarmaður vefsins. Vísir hefur reynt að ná tali af Friðriki en án árangurs en rætt er við hann á vef Ríkisútvarpsins þar sem hann segir ágætan hóp manna standa að þessu átaki. Vill hann ekki gefa upp hverjir séu í þeim hópi en vonar að það muni skýrast á næstunni. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur látið hafa eftir sér að hann kannist ekki við síðuna né þá sem standa að baki henni. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að hópfjármagna endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Þetta kemur fram á hluta vefsins þar sem fjallað er verndara hans, en þessum upplýsingum var bætt við vefinn nú í kvöld. Þar segir að „af einhverjum ástæðum, þá hafa fjölmiðlar óskað eftir að upplýst verði hverjir standi á bakvið Hluthafi.com.“ Er upplýst að um sé að ræða hóp einstaklinga sem sér að rekstur lággjaldaflugfélags í eigu Íslendinga sé raunhæfur kostur og vill að landsmenn taki sig saman til að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldafélag sem sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar í dag. „Þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt,“ segir á vefnum. Eru þessir aðilar sagðir kostaðir af byggingafyrirtækinu Sólhúsi ehf. en stjórnarformaður þess fyrirtækis er Guðmundur Bjarni Yngvason. Sonur hans, Friðrik Atli Guðmundsson, er sagður umsjónarmaður vefsins. Vísir hefur reynt að ná tali af Friðriki en án árangurs en rætt er við hann á vef Ríkisútvarpsins þar sem hann segir ágætan hóp manna standa að þessu átaki. Vill hann ekki gefa upp hverjir séu í þeim hópi en vonar að það muni skýrast á næstunni. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur látið hafa eftir sér að hann kannist ekki við síðuna né þá sem standa að baki henni.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12
„Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42