Gjaldþrot WOW air getur haft mjög mikil áhrif á rekstur borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 09:08 Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á, að því er segir í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar. vísir/vilhelm Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“ Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“
Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira