Hundrað konur í Zumba í sundi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2019 20:15 Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert. Árborg Heilsa Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert.
Árborg Heilsa Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira