Saknar samráðs um Finnafjörð Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Fréttablaðið/Pjetur Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögulegs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síðkastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verkefnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögulegs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síðkastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verkefnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15