Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 13:06 Hilmar segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. FBL/Auðunn Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira