Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 18:15 Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Halla Gunnarsdóttir Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira