Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:43 Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær. Mynd/Lögregla í Marokkó Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29