Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2019 17:00 Skiptifarþegum fækkað sérstaklega mikið í Keflavík eftir fall Wow air. Fréttablaðið/Anton Brink Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira