Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:00 Robert Mueller hefur ekki sagt aukatekið orð opinberlega frá því að hann var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. Vísir/EPA Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15:00 að íslenskum tíma í dag. Það verða fyrstu opinberu ummæli Mueller eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvað Mueller ætli sér að segja. Vaxandi krafa hafi hins vegar verið uppi hjá demókrötum á Bandaríkjaþingi um að Mueller beri vitni fyrir þingnefnd um niðurstöður sínar og ágreining við William Barr, dómsmálaráðherra. Mueller er sagður hafa verið tregur til þess þar sem hann vilji ekki virðast vera pólitískur.Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu Mueller í spilaranum hér fyrir neðan. Hún á að hefjast klukkan 15:00 og búist er við að hún taki um átta mínútur.Skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag en rannsókn hans stóð yfir í hátt í tvö ár. Saksóknarar hans gátu ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í ólöglegu samráði við útsendara rússneskra útsendara þrátt fyrir að í skýrslunni væri lýst fjölda samskipta á milli framboðsins og Rússa. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Dró hann þó upp nokkur atvik sem hægt væri að túlka sem þess lags brot. Áður en skýrslan var gerð opinber greindi Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjaþingi frá meginniðurstöðum Mueller í bréfi. Morguninn áður en skýrslan var gerð opinber hélt hann einnig blaðamannafund þar sem hann ræddi niðurstöðurnar áður en fréttamenn höfðu haft tækifæri til að kynna sér þær. Síðar kom í ljós að Mueller hafði sent Barr bréf þar sem hann setti spurningamerki við framsetningu hans á niðurstöðunum. Taldi hann Barr hafa valdið ruglingi á meðal almennings um niðurstöður rannsóknarinnar. Mueller er ekki sagður ætla að taka við spurningum í dag. Barr ráðherra er staddur í Alaska í vinnuferð. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann tók ákvörðunina. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15:00 að íslenskum tíma í dag. Það verða fyrstu opinberu ummæli Mueller eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvað Mueller ætli sér að segja. Vaxandi krafa hafi hins vegar verið uppi hjá demókrötum á Bandaríkjaþingi um að Mueller beri vitni fyrir þingnefnd um niðurstöður sínar og ágreining við William Barr, dómsmálaráðherra. Mueller er sagður hafa verið tregur til þess þar sem hann vilji ekki virðast vera pólitískur.Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu Mueller í spilaranum hér fyrir neðan. Hún á að hefjast klukkan 15:00 og búist er við að hún taki um átta mínútur.Skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag en rannsókn hans stóð yfir í hátt í tvö ár. Saksóknarar hans gátu ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í ólöglegu samráði við útsendara rússneskra útsendara þrátt fyrir að í skýrslunni væri lýst fjölda samskipta á milli framboðsins og Rússa. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Dró hann þó upp nokkur atvik sem hægt væri að túlka sem þess lags brot. Áður en skýrslan var gerð opinber greindi Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjaþingi frá meginniðurstöðum Mueller í bréfi. Morguninn áður en skýrslan var gerð opinber hélt hann einnig blaðamannafund þar sem hann ræddi niðurstöðurnar áður en fréttamenn höfðu haft tækifæri til að kynna sér þær. Síðar kom í ljós að Mueller hafði sent Barr bréf þar sem hann setti spurningamerki við framsetningu hans á niðurstöðunum. Taldi hann Barr hafa valdið ruglingi á meðal almennings um niðurstöður rannsóknarinnar. Mueller er ekki sagður ætla að taka við spurningum í dag. Barr ráðherra er staddur í Alaska í vinnuferð. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann tók ákvörðunina.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22