Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 07:56 Bryndís Haraldsdóttir, einn varaforseta Alþingis, frestaði umræðunni um þriðja orkupakkann rétt fyrir klukkan sex í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17
Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15