Sáttaumleitanir að fara út um þúfur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 07:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar féllust í faðma þegar sýknudómur var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira