Áfram ræðir Miðflokksfólk sín á milli um orkupakkann Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:10 Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson í pontu og Miðflokksfólk á mælendaskrá. Skjáskot Uppfært: Þingfundi var slitið klukkan 8:40. Næsti fundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn. Sem fyrr eru það þingmenn Miðflokksins sem halda umræðunni gangandi og hafa setið einir að ræðupúltinu í nótt. Þingfundur var settur klukkan 13:30 í gær og hófst umræðan um orkupakkann á þriðja tímanum. Umræðan hefur því staðið yfir í um 17 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa áður staðið fyrir málþófi um þriðja orkupakkann sem nýtur stuðnings meirihluta Alþingis. Það gerðu þeir síðast aðfaranótt þriðjudags, en þá var þingfundi slitið á sjötta tímanum. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Sem fyrr segir stendur umræða næturinnar enn yfir, en næsti þingfundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Fylgjast má með umræðunni hér að neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Uppfært: Þingfundi var slitið klukkan 8:40. Næsti fundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn. Sem fyrr eru það þingmenn Miðflokksins sem halda umræðunni gangandi og hafa setið einir að ræðupúltinu í nótt. Þingfundur var settur klukkan 13:30 í gær og hófst umræðan um orkupakkann á þriðja tímanum. Umræðan hefur því staðið yfir í um 17 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa áður staðið fyrir málþófi um þriðja orkupakkann sem nýtur stuðnings meirihluta Alþingis. Það gerðu þeir síðast aðfaranótt þriðjudags, en þá var þingfundi slitið á sjötta tímanum. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Sem fyrr segir stendur umræða næturinnar enn yfir, en næsti þingfundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Fylgjast má með umræðunni hér að neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00