Íslendingarnir dæmdir í fangelsi í Ástralíu Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 31. maí 2019 06:35 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“ Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30
Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45