Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júní 2019 18:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún. WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún.
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07