Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Jakob Bjarnar og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. júní 2019 16:24 Stjórnarandstöðuflokkarnir, ef frá er talinn Miðflokkur, eru harla ókátir með Katrínu Jakobsdóttur forstætisráðherra. Segja óstjórn einkenna þingið, hún sé kumpánleg við freka kallinn í Miðflokknum og sitji teboð með honum en sé slétt sama um hvað öðrum finnst. visir/vilhelm „Ég taldi að það væri komið samkomulag en það hafa önnur mál á þinginu blandast inn í það. Við sjáum hvað setur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í samtali við fréttastofu. Verulegt uppnám ríkir nú á Alþingi. Vísir hefur í dag rætt við nokkra þingmenn úr stjórnarandstöðu sinni sem hafa lýst yfir afar mikilli gremju í garð ríkisstjórnarinnar; fullyrt er að hún vilji gefa eftir gagnvart kröfum Miðflokksins um að orkupakkamálinu verði slegið á frest. Meðal stjórnarandstöðunnar, ef frá er talinn Miðflokkur, eru menn sannfærðir um að frágengið sé samkomulag þess efnis að þegar orkupakkamálinu, sem var frestað nokkuð óvænt í gærkvöld eftir að Steingrímur J. Sigfússon forseti þings kom í þinghúsið eftir kosningavöku í Norræna húsinu í tilefni dönsku kosninganna, komist aftur á dagskrá verði tilkynnt að því verði slegið frestað þar til í haust. Dagskránni var þá breytt í kjölfarið og rúmlega 40 mál sett á dagskrá sem til stendur að afgreiða.Steingrímur J. Sigfússon forseti þingsins frestaði óvænt umræðu um orkupakkann í gær, og í kjölfarið var dagskrá þingsins breytt. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru sannfærðir um að fyrir liggi samkomulag ríkisstjórnar og Miðflokks að orkupakkamálinu verið slegið á frest þar til í haust.visir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði reyndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ekkert samkomulag lægi fyrir og það gæti þess vegna komið til þess að þing yrði sett í ágúst til að ræða málið áfram.Sannfærð um að fyrir liggi samningur við Miðflokkinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði á Facebooksíðu sína í dag að þá sé það ljóst: „Ríkisstjórnin hefur augljóslega samið eingöngu við Miðflokkinn um þinglokin og viðurkennt þannig vinnubrögð þeirra í orkupakkamálinu. Þetta gerði ríkisstjórnin líka eftir klausturklámið, þegar stjórnarliðar (nema Rósa) stilltu sér upp með miðflokki og greiddu atkvæði gegn tillögum stjórnarandstöðu. Verð að segja að þetta kemur mér nokkuð á óvart, svona miðað við allt og allt.“ Vísir hefur reynt að fá staðfest að slíkt samkomulag sé fyrirliggjandi, en það myndi þýða að Miðflokkurinn getur hrósað sigri að hætti hússins, með aðferðum málþófs, en án árangurs.Helga Vala er ein þeirra sem er ósátt við það hvernig forsætisráðherra er að höndla það ófremdarástand sem nú er að myndast á þinginu, segir ríkisstjórnina í bullandi vandræðum með orkupakkamálið og reyndar alla dagskrá þingsins.visir/vilhelm„Þau halda það en þetta er ekki rétt,“ segir Bergþór Ólafsson þingmaður Miðflokksins í samtali við fréttastofu.Stór mál og erfið bíða afgreiðslu Miðflokkurinn hefur ekki sótt þingfundi í dag en meðal stjórnarandstöðunnar má greina mikla gremju. Ríkisstjórnin er sökuð um óstjórn og gamaldags vinnubrögð. Þingmenn vilja meina að fjármálaáætlun sé ekki tilbúin, ekkert bóli á henni sem þó ætti að vera komin til afgreiðslu fyrir nokkru. Þá er það fullyrt í eyru blaðamanns Vísis að fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins spili inní þá flækju sem komin er upp; þar á bæ vilji menn alls ekki að orkupakkamálið komi til afgreiðslu fyrir þann fund. Frestun á afgreiðslu hans sé þingmönnum Framsóknarflokksins því hreint ekki á móti skapi. Stjórnarandstaðan telur sig þannig illa svikna, að hún hafi viljað semja um afgreiðslu erfiðra mála til að liðka til fyrir störfum þingsins.Þingflokkur Miðflokksins. Stjórnarandstaðan, það er Samfylking, Viðreisn og Píratar, telja þá vera að hafa erindi sem erfiði og takist þeim að fá orkupakkamálinu slegið á frest til hausts mun það teljast mikill sigur Miðflokksmanna.visir/vilhelmEn, þessi sé niðurstaðan; að farið sé að vilja Miðflokksins. Þannig eru stórmál sem eftir á að taka til afgreiðslu svo sem um Seðlabankann og fjármálaeftirlitið en samkvæmt því sem þingmenn segja í samtali við Vísi og vitnað til hagfræðinganna Gylfa Magnússonar og nafna hans Zoega í því sambandi að til standi að veikja eftirlitskerfið áður en til sölu bankanna, makríllinn bíður afgreiðslu en fullyrt er að láta eigi hann útgerðinni til ótilgreinds tíma án þess að auðlindarenta sé tryggð og laxeldismálið, sem er risastórt.Stjórnarandstaðan telur sig grátt leikna Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu staðið í þeirri meiningu að um afgreiðslu þessara mála mætti og ætti að semja, sér í lagi vegna þess að hún taldi sig hafa liðkað til við afgreiðslu þungunarrofsmálinu. Þar hafi sýnt sig vilji til nútímalegra stjórnarhátta; að fólk styddi góð mál sama hvaðan þau kæmu. En, nú liggur fyrir að heitt verður í kolum og „ljósashow“ verði í atkvæðagreiðslum; stjórnarandstaðan telur sig grátt leikna. Og starfsandinn með allra versta móti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tali bara við „freka kallinn“ – þar séu stöðug teboð meðan slegið er á útrétta sáttahönd annarra stjórnarandstöðflokka. Þeir þingmenn sem Vísir ræddi við lá fremur þungt orð til forsætisráðherra, töldu óstjórn einkenna þingstörfin og Vinstri græn komin úr skápnum sem jafnvel meiri kapítalistaflokkur en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn. Lítt færi fyrir grænum áherslum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gagnrýndu þingforseta fyrir samráðsleysi um breytta dagskrá Ræddu fundarstjórn forseta í klukkutíma eftir að þingfundur hófst. 6. júní 2019 11:06 Vilja skipta umræðunum í tvennt Forsætisráðherra bauð í dag formönnum stjórnarandstöðuflokkanna að fresta þrætumálum fram á sérstakt þing í ágúst. Stjórnarandstaðan er ósátt við sameiginlega niðurstöðu þar sem um sé að ræða sitt hvorar viðræðurnar. 5. júní 2019 21:15 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Ég taldi að það væri komið samkomulag en það hafa önnur mál á þinginu blandast inn í það. Við sjáum hvað setur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í samtali við fréttastofu. Verulegt uppnám ríkir nú á Alþingi. Vísir hefur í dag rætt við nokkra þingmenn úr stjórnarandstöðu sinni sem hafa lýst yfir afar mikilli gremju í garð ríkisstjórnarinnar; fullyrt er að hún vilji gefa eftir gagnvart kröfum Miðflokksins um að orkupakkamálinu verði slegið á frest. Meðal stjórnarandstöðunnar, ef frá er talinn Miðflokkur, eru menn sannfærðir um að frágengið sé samkomulag þess efnis að þegar orkupakkamálinu, sem var frestað nokkuð óvænt í gærkvöld eftir að Steingrímur J. Sigfússon forseti þings kom í þinghúsið eftir kosningavöku í Norræna húsinu í tilefni dönsku kosninganna, komist aftur á dagskrá verði tilkynnt að því verði slegið frestað þar til í haust. Dagskránni var þá breytt í kjölfarið og rúmlega 40 mál sett á dagskrá sem til stendur að afgreiða.Steingrímur J. Sigfússon forseti þingsins frestaði óvænt umræðu um orkupakkann í gær, og í kjölfarið var dagskrá þingsins breytt. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru sannfærðir um að fyrir liggi samkomulag ríkisstjórnar og Miðflokks að orkupakkamálinu verið slegið á frest þar til í haust.visir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði reyndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ekkert samkomulag lægi fyrir og það gæti þess vegna komið til þess að þing yrði sett í ágúst til að ræða málið áfram.Sannfærð um að fyrir liggi samningur við Miðflokkinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði á Facebooksíðu sína í dag að þá sé það ljóst: „Ríkisstjórnin hefur augljóslega samið eingöngu við Miðflokkinn um þinglokin og viðurkennt þannig vinnubrögð þeirra í orkupakkamálinu. Þetta gerði ríkisstjórnin líka eftir klausturklámið, þegar stjórnarliðar (nema Rósa) stilltu sér upp með miðflokki og greiddu atkvæði gegn tillögum stjórnarandstöðu. Verð að segja að þetta kemur mér nokkuð á óvart, svona miðað við allt og allt.“ Vísir hefur reynt að fá staðfest að slíkt samkomulag sé fyrirliggjandi, en það myndi þýða að Miðflokkurinn getur hrósað sigri að hætti hússins, með aðferðum málþófs, en án árangurs.Helga Vala er ein þeirra sem er ósátt við það hvernig forsætisráðherra er að höndla það ófremdarástand sem nú er að myndast á þinginu, segir ríkisstjórnina í bullandi vandræðum með orkupakkamálið og reyndar alla dagskrá þingsins.visir/vilhelm„Þau halda það en þetta er ekki rétt,“ segir Bergþór Ólafsson þingmaður Miðflokksins í samtali við fréttastofu.Stór mál og erfið bíða afgreiðslu Miðflokkurinn hefur ekki sótt þingfundi í dag en meðal stjórnarandstöðunnar má greina mikla gremju. Ríkisstjórnin er sökuð um óstjórn og gamaldags vinnubrögð. Þingmenn vilja meina að fjármálaáætlun sé ekki tilbúin, ekkert bóli á henni sem þó ætti að vera komin til afgreiðslu fyrir nokkru. Þá er það fullyrt í eyru blaðamanns Vísis að fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins spili inní þá flækju sem komin er upp; þar á bæ vilji menn alls ekki að orkupakkamálið komi til afgreiðslu fyrir þann fund. Frestun á afgreiðslu hans sé þingmönnum Framsóknarflokksins því hreint ekki á móti skapi. Stjórnarandstaðan telur sig þannig illa svikna, að hún hafi viljað semja um afgreiðslu erfiðra mála til að liðka til fyrir störfum þingsins.Þingflokkur Miðflokksins. Stjórnarandstaðan, það er Samfylking, Viðreisn og Píratar, telja þá vera að hafa erindi sem erfiði og takist þeim að fá orkupakkamálinu slegið á frest til hausts mun það teljast mikill sigur Miðflokksmanna.visir/vilhelmEn, þessi sé niðurstaðan; að farið sé að vilja Miðflokksins. Þannig eru stórmál sem eftir á að taka til afgreiðslu svo sem um Seðlabankann og fjármálaeftirlitið en samkvæmt því sem þingmenn segja í samtali við Vísi og vitnað til hagfræðinganna Gylfa Magnússonar og nafna hans Zoega í því sambandi að til standi að veikja eftirlitskerfið áður en til sölu bankanna, makríllinn bíður afgreiðslu en fullyrt er að láta eigi hann útgerðinni til ótilgreinds tíma án þess að auðlindarenta sé tryggð og laxeldismálið, sem er risastórt.Stjórnarandstaðan telur sig grátt leikna Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu staðið í þeirri meiningu að um afgreiðslu þessara mála mætti og ætti að semja, sér í lagi vegna þess að hún taldi sig hafa liðkað til við afgreiðslu þungunarrofsmálinu. Þar hafi sýnt sig vilji til nútímalegra stjórnarhátta; að fólk styddi góð mál sama hvaðan þau kæmu. En, nú liggur fyrir að heitt verður í kolum og „ljósashow“ verði í atkvæðagreiðslum; stjórnarandstaðan telur sig grátt leikna. Og starfsandinn með allra versta móti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tali bara við „freka kallinn“ – þar séu stöðug teboð meðan slegið er á útrétta sáttahönd annarra stjórnarandstöðflokka. Þeir þingmenn sem Vísir ræddi við lá fremur þungt orð til forsætisráðherra, töldu óstjórn einkenna þingstörfin og Vinstri græn komin úr skápnum sem jafnvel meiri kapítalistaflokkur en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn. Lítt færi fyrir grænum áherslum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gagnrýndu þingforseta fyrir samráðsleysi um breytta dagskrá Ræddu fundarstjórn forseta í klukkutíma eftir að þingfundur hófst. 6. júní 2019 11:06 Vilja skipta umræðunum í tvennt Forsætisráðherra bauð í dag formönnum stjórnarandstöðuflokkanna að fresta þrætumálum fram á sérstakt þing í ágúst. Stjórnarandstaðan er ósátt við sameiginlega niðurstöðu þar sem um sé að ræða sitt hvorar viðræðurnar. 5. júní 2019 21:15 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Gagnrýndu þingforseta fyrir samráðsleysi um breytta dagskrá Ræddu fundarstjórn forseta í klukkutíma eftir að þingfundur hófst. 6. júní 2019 11:06
Vilja skipta umræðunum í tvennt Forsætisráðherra bauð í dag formönnum stjórnarandstöðuflokkanna að fresta þrætumálum fram á sérstakt þing í ágúst. Stjórnarandstaðan er ósátt við sameiginlega niðurstöðu þar sem um sé að ræða sitt hvorar viðræðurnar. 5. júní 2019 21:15
Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13