Sjónvarpsþættirnir um stórslysið í Tsjernobyl í Úkraínu hafa vakið verðskuldaða athygli og beint sjónum heimsins á ný að afleiðingum þess. Starfsmaður Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi segir í samtali við Vísi að hörmungin í Tsjernobyl hafi fallið í gleymskunnar dá með tímanum. Margir hafi litið á slysið sem náttúruhörmungar þar sem bregðast þurfti hratt við. Slysið hefur hins vegar enn í dag afleiðingar fyrir íbúa á svæðinu, bæði andlega og líkamlega. Geislunin er ósýnileg en þó svo að dregið hafi úr henni þá lifir fólk enn í ótta við það sem það sér ekki. Starfsmaður Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi heitir Sergei Boltruschevich en í 16 ár fór hann fyrir verkefni þar í landi sem gekk út á að koma læknishjálp til íbúa á svæðum sem urðu fyrir geislamengun vegna slyssins í Tsjernobyl. Verkefnið leið undir lok árið 2012 en síðasta Rauða kross félagið til að styðja við það var Rauði krossinn á Íslandi. Gekk verkefnið út á að fara með færanlegar rannsóknarstofur á afskekkt svæði til fólks sem hafði ekki aðgang að læknisaðstoð. Tilgangurinn var að skima fyrir krabbameinsfrumum í skjaldkirtli sem var bein afleiðing af Tsjernobyl-slyssinu en tíðni skjaldkirtilskrabbameins jókst gífurlega eftir að hörmungarnar dundu yfir. Upphaflega var þetta stórt verkefni á svæðum í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi sem urðu fyrir barðinu á menguninni en í dag er haldið úti einni færanlegri stöð í Hvíta-Rússlandi sem fer á milli stórra borga og vinnustaða og skimar fyrir krabbameini.Sergei Boltruschevich fór í sextán ár fyrir hjálparstarfi sem miðaði að því að koma læknisaðstoð til þeirra sem bjuggu á menguðu svæðunum.Helstu fjölmiðlar heims fylgdust með í upphafi Sergei hóf störf fyrir Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Hvíta-Rússlandi árið 1996. Á þeim tíma sá skrifstofan í Hvíta-Rússlandi um verkefni í Úkraínu og Moldóvu ásamt því að sjá um Tsjernobyl-verkefnið. „Þá var mikil athygli á þessu málefni og við höfðum mikinn stuðning frá yfirvöldum í Japan og Írlandi. Verkefnið fékk líka mikla athygli frá fjölmiðlum. Við gátum boðið BBC og fréttafólki víða að úr heiminum til að vekja athygli á því,“ segir Sergei en einnig héldu þeir ráðstefnu í borginni Gomel, sem er með landamæri að Úkraínu, og fóru með ráðamenn í skoðunarferðir að kjarnorkuverinu í Tsjernobyl. Þar fengu ráðamenn að sjá yfirgefnar borgir og þorp sem höfðu grotnað niður og orðin skógi vaxin.Gamla fólkið flutti aftur á menguðu svæðin Það sem gerði verkefnið svo mikilvægt var sú staðreynd að sinna þurfti þeim sem höfðu ákveðið flytja aftur heim á menguðu svæðin. „Fyrir þeim var erfitt að stofna til nýs lífs. Eldra fólk var flutt í íbúðir í stórum blokkum í höfuðborginni Minsk, en þau voru vön að búa í timburhúsum í litlum þorpum. Þetta var allt annað líf fyrir þau. Sumir gáfust upp og fluttu aftur heim á menguðu svæðin og þurftu aðstoð frá Rauða krossinum, bæði félagslega og efnahagslega,“ segir Sergei. Tuttugu og fjórum árum eftir slysið, árið 2010, bjuggu fimm milljónir manna enn á menguðu svæðunum í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Rússlandi. Starfsmenn á vegum Rauða krossins höfðu greint fimm þúsund börn með krabbamein og var fimm til sex sinnum líklegra að greina krabbamein í fullorðnum á þessum svæðum.Hér má sjá mynd sem tekin var hjónunum Ivan og Lenu Muzychenko árið 2006 sem neituðu að yfirgefa heimili sitt sem var á menguðu svæði nærri landamærum Úkraínu. Þau lifðu á því sem þau ræktuðu í mengaða garðinum sínum og sögðu að það væri betra að deyja vegna geislunar heldur en úr hungri.Vísir/GettySlysið hafði áhrif á tvær milljónir Hvít-Rússa og þurfti að flytja 135 þúsund manns á brott. Um 1,6 milljónir manna bjuggu enn á menguðum svæðum í Hvíta-Rússlandi árið 2010, þar á meðal 344 þúsund börn, en tæpar tíu milljónir búa í landinu. Frá árinu 1997 til ársins 2010 hafði Rauði krossinn framkvæmt skimanir á 1,2 milljónum manna en af þeim greindust 171 þúsund með krabbameinsfrumur í skjaldkirtli.Athyglin beindist að öðrum hamförum Verkefnið byrjaði í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og komst á mikið flug árið 1996. Frá árinu 2012 hefur fjarað hratt undan því. Sergei segir Rauða krossinn hafa reynt að fjármagna verkefnið með litlum árangri. Reynt hefur verið að vekja athygli á því á alþjóðlegum ráðstefnum en Sergei bendir á að eðlilega fái nýafstaðnar hörmungar á borð við jarðskjálfta og flóðbylgjur meiri athygli hverju sinni.Yfirvöld fegri vandann Vandamálið snýr einnig að yfirvöldum í Hvíta-Rússlandi að mati Sergei. Hann segir ráðamenn eiga það til að tala einungis um það jákvæða sem á sér stað hverju sinni. Ráðamenn segja að Hvíta-Rússland sé á uppleið eftir slysið og engar áhyggjur þurfi að hafa af því að leggja sér villt ber og fisk til munns. „En það er ekki satt og er frekar pirrandi. Ef þú vekur ekki athygli á vandanum þá veitir fólk ekki aðstoð,“ segir Sergei.Hér beitir starfsmaður Rauða krossins ómskoðunartæki á íbúa á menguðu svæði. Tækið er notað til að greina frávik í skjaldkirtlinum.Þegar verkefnið stóð sem hæst greindust margir með krabbameinsfrumur í skjaldkirtli og var þá hægt að beita inngripi snemma sem eykur lífslíkur fólks til muna. Sergei segir því grátlegt að verkefnið sé nánast liðið undir lok og ekki sé hægt að fela vandann líkt og yfirvöld hafi reynt svo lengi.Fóru í kröfugöngu fimm dögum eftir slysið Sergei ólst upp í litlum bæ um 70 kílómetra frá höfuðborginni Minsk en hann segir sig og marga hafa alist upp við að vantreysta yfirvöldum. Tsjernobyl-slysið átti sér stað 26. apríl árið 1986 en fyrstu dagana dreifðist mikið magn geislavirka efna til norðurs og vestur frá kjarnorkuverinu með ríkjandi vindátt. Því þurfti að grípa til rýminga á þeim landsvæðum sem urðu verst úti. Alls voru 187 bæir og þorp í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi, þar sem 116 þúsund manns bjuggu, rýmdir, þar á meðal 50 þúsund manna bærinn Pripyat í Úkraínu. Svæðið sem rýmingin tók til var um 10 þúsund ferkílómetrar, eða á stærð við Reykjanesskagann eins og segir á Vísindavef Háskóla Íslands. Þrátt fyrir þessa rýmingu fyrstu dagana eftir slysið bendir Sergei hins vegar á að þessar mikilvægu upplýsingar um slysið hafi ekki náð til allra. Fimm dögum eftir slysið rann nefnilega upp dagur verkalýðsins, 1. maí, þar sem fólk í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Rússlandi gekk fylktu liði í kröfugöngum og fagnaði. „En þetta var á vissan hátt þvingaður fögnuður. Ég var þarna ungur maður í námi og okkur var ekki sagt að halda okkur innandyra og loka gluggunum og taka joðtöflur, eins og hefði þurft að gera,“ segir Sergei.Orðrómur uppi um að taka joðtöflur Hann segir orðróm hafa verið um slysið og mikilvægt væri að taka joðtöflur, en það hafi ekki komið frá áreiðanlegri heimild. Í Hvíta-Rússlandi bjó fólk á svæði þar sem joðskortur var við líði. Ef skjaldkirtilinn skortir joð tekur hann upp það joð sem hann kemst fyrst í. Eftir slysið var mikið af geislavirku joði í loftinu sem þýðir að ef manneskju skortir joð bregst skjaldkirtillinn við því með því taka upp það joð sem stendur til boða, sem var geislavirkt dagana eftir slysið. Til að koma í veg fyrir að skjaldkirtillinn taki upp geislavirkt joð sem getur valdið krabbameini þarf að taka töflur með hreinu joði svo skjaldkirtillinn safni ekki geislavirku joði. „Það tekur geislavirkt joð um átta daga að leysast upp og því var áríðandi að gera það fyrstu dagana eftir slysið.“Starfsmenn færanlegrar rannsóknarstofu Rauða krossins.Margir þeirra sem voru í móðurkviði eftir að slysið reið yfir hafa greinst með krabbamein en til eru dæmi þar sem viðkomandi einstaklingar vissu hreinlega ekki að þeir hefðu orðið fyrir mengun því foreldrar þeirra fluttu af mengunarsvæði. Þá var ótti og kvíði algengur meðal þeirra sem bjuggu á svæðum sem höfðu orðið fyrir mengun. Lifðu þeir efa um hvort þeir ættu að eignast börn því óvissan um að geta fætt heilbrigt barn var mikil. Efnahagslegt hrun var að á þessum svæðum. Rúm 22 prósent ræktanlegs lands voru ónýt eftir slysið og þurfti að loka stórum verksmiðjum og slysum. „Þetta var því mikið efnahagslegt högg í þokkabót,“ segir Sergei.Hreinsunarmenn vissu ekki af hættunni Þeir sem sáu um að tryggja þessi menguðu svæði, svokallaðir „Liquidators“, voru margir hverjir álitnir hetjur fyrir sín störf. „En sumir af þessum ungu hermönnum voru einfaldlega að fylgja skipunum án þess að vita af hættunni sem fylgdi þessari vinnu því þeim var ekki sagður sannleikurinn. Það var vandamál að sjálfsögðu,“ segir Sergei.Hér má sjá fyrstu myndina sem tekin var af kjarnorkuverinu í Tsjernobyl eftir slysið.Vísir/GettyUm 290 þúsund manns komu að ýmiss konar hreinsun eftir slysið og er metið að þau hafi orðið fyrir mikilli geislun á meðan þessu starfi stóð. Allt líf á jörðinni verður fyrir mikilli geislun, sem er þó mismikil eftir staðsetningu. Geislunin er meiri í himinhvolfi og nærri pólunum en við miðbaug. Á Íslandi er geislunin aðeins um eitt millisívert á ári en í Svíþjóð er hún um fjögur millisívert á ári. Reglur um geislavarnir gera ráð fyrir að geislun undir fimm millisívertum sé látin afskiptalaus. Björgunarmenn í Tsjernobyl urðu fyrir meiri geislun en fjögur þúsund millisívert. Þeir sem stóðu að hreinsuninni urðu fyrir geislun á bilinu 100 til 200 millisívert. Þeir sem hafa mikla þekkingu á þessu slysi í kringum Sergei segja þættina um Tsjernobyl segja sannleikann á margan hátt. „Það er einhver pólitísk slagsíða í þeim um sumt sem er ekki alveg satt. En það sem varðar slysið og afleiðingarnar er frekar raunverulegt.“Verða að athuga berin Lífið í Hvíta-Rússlandi er um margt frábrugðið því sem aðrar þjóðir eiga að venjast, sér í lagi hér á Íslandi. Ef þú sérð falleg ber og sveppi á víðavangi í Hvíta-Rússlandi er þér ráðlagt að athuga hvort þeir séu geislamengaðir. Götusalar eru einnig vinsælir en Hvít-Rússum var lengi vel ráðlagt frá því að kaupa af þeim ber eða fisk því ekki var hægt að staðfesta af hvaða svæðum berin höfðu verið tínd eða fiskurinn veiddur.Skilti þar sem Hvít-Rússar eru varaðir við því að tína ber og sveppi.Vísir/GettyÞættirnir um Tsjernobyl slysið hafa sem fyrr segir vakið athygli á þessum hörmungum sem Sergei segir að hafi að hluta til gleymst eftir því sem árin líða. Spurður hvort hann vonist til að athyglin sem þessir þættir hafa gefið af sér hjálpi til við fjármögnun á hjálparstarfi tengdu þessu slysi segist hann ekki sjá Rauða krossinn í Hvíta-Rússlandi nýti það sem tækifæri. Hann ætlar sér þó að reyna því þetta sé mikilvægt starf. Eðlilega vakna spurningar um hvort hann sjálfur hafi veikst eftir að hafa starfað á menguðum svæðum en hann er snöggur til að benda á að það sé ekki svo hættulegt geri fólk það af varfærni. „Við borðum ekkert mengað og erum ekki á menguðum svæðum lengi í einu. Það er til dæmis í lagi að fara einu sinni eða tvisvar til Tsjernobyl, það er ekkert stórmál,“ segir Sergei.Sinna fjölbreyttum störfum í dag Í dag vinnur hann sem fyrr segir fyrir danska Rauða krossinn í Hvíta-Rússlandi og stýrir verkefnum sem snúa að því að styðja við þjóðfélagshópa sem standa höllum fæti í samfélaginu, þar á meðal fyrrverandi fanga, fólk með geðræn vandamál og fjölskyldur sem þurfa félagsaðstoð en falla á milli úrræða í hvítrússneska kerfinu. Danski Rauði krossinn veitir einnig hjálp tengda veðurhamförum í Hvíta-Rússlandi en frosthörkur geta verið miklar á veturna og hitabylgjurnar öfgakenndar á sumrin. Hann vonast auðvitað eftir því að geta sett meiri þunga í hjálparstarf á svæðum sem urðu illa úti vegna Tsjernobyl-slyssins en aðeins tíminn muni leiða í ljós hvað verður. Fréttaskýringar Hvíta-Rússland Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent
Sjónvarpsþættirnir um stórslysið í Tsjernobyl í Úkraínu hafa vakið verðskuldaða athygli og beint sjónum heimsins á ný að afleiðingum þess. Starfsmaður Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi segir í samtali við Vísi að hörmungin í Tsjernobyl hafi fallið í gleymskunnar dá með tímanum. Margir hafi litið á slysið sem náttúruhörmungar þar sem bregðast þurfti hratt við. Slysið hefur hins vegar enn í dag afleiðingar fyrir íbúa á svæðinu, bæði andlega og líkamlega. Geislunin er ósýnileg en þó svo að dregið hafi úr henni þá lifir fólk enn í ótta við það sem það sér ekki. Starfsmaður Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi heitir Sergei Boltruschevich en í 16 ár fór hann fyrir verkefni þar í landi sem gekk út á að koma læknishjálp til íbúa á svæðum sem urðu fyrir geislamengun vegna slyssins í Tsjernobyl. Verkefnið leið undir lok árið 2012 en síðasta Rauða kross félagið til að styðja við það var Rauði krossinn á Íslandi. Gekk verkefnið út á að fara með færanlegar rannsóknarstofur á afskekkt svæði til fólks sem hafði ekki aðgang að læknisaðstoð. Tilgangurinn var að skima fyrir krabbameinsfrumum í skjaldkirtli sem var bein afleiðing af Tsjernobyl-slyssinu en tíðni skjaldkirtilskrabbameins jókst gífurlega eftir að hörmungarnar dundu yfir. Upphaflega var þetta stórt verkefni á svæðum í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi sem urðu fyrir barðinu á menguninni en í dag er haldið úti einni færanlegri stöð í Hvíta-Rússlandi sem fer á milli stórra borga og vinnustaða og skimar fyrir krabbameini.Sergei Boltruschevich fór í sextán ár fyrir hjálparstarfi sem miðaði að því að koma læknisaðstoð til þeirra sem bjuggu á menguðu svæðunum.Helstu fjölmiðlar heims fylgdust með í upphafi Sergei hóf störf fyrir Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Hvíta-Rússlandi árið 1996. Á þeim tíma sá skrifstofan í Hvíta-Rússlandi um verkefni í Úkraínu og Moldóvu ásamt því að sjá um Tsjernobyl-verkefnið. „Þá var mikil athygli á þessu málefni og við höfðum mikinn stuðning frá yfirvöldum í Japan og Írlandi. Verkefnið fékk líka mikla athygli frá fjölmiðlum. Við gátum boðið BBC og fréttafólki víða að úr heiminum til að vekja athygli á því,“ segir Sergei en einnig héldu þeir ráðstefnu í borginni Gomel, sem er með landamæri að Úkraínu, og fóru með ráðamenn í skoðunarferðir að kjarnorkuverinu í Tsjernobyl. Þar fengu ráðamenn að sjá yfirgefnar borgir og þorp sem höfðu grotnað niður og orðin skógi vaxin.Gamla fólkið flutti aftur á menguðu svæðin Það sem gerði verkefnið svo mikilvægt var sú staðreynd að sinna þurfti þeim sem höfðu ákveðið flytja aftur heim á menguðu svæðin. „Fyrir þeim var erfitt að stofna til nýs lífs. Eldra fólk var flutt í íbúðir í stórum blokkum í höfuðborginni Minsk, en þau voru vön að búa í timburhúsum í litlum þorpum. Þetta var allt annað líf fyrir þau. Sumir gáfust upp og fluttu aftur heim á menguðu svæðin og þurftu aðstoð frá Rauða krossinum, bæði félagslega og efnahagslega,“ segir Sergei. Tuttugu og fjórum árum eftir slysið, árið 2010, bjuggu fimm milljónir manna enn á menguðu svæðunum í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Rússlandi. Starfsmenn á vegum Rauða krossins höfðu greint fimm þúsund börn með krabbamein og var fimm til sex sinnum líklegra að greina krabbamein í fullorðnum á þessum svæðum.Hér má sjá mynd sem tekin var hjónunum Ivan og Lenu Muzychenko árið 2006 sem neituðu að yfirgefa heimili sitt sem var á menguðu svæði nærri landamærum Úkraínu. Þau lifðu á því sem þau ræktuðu í mengaða garðinum sínum og sögðu að það væri betra að deyja vegna geislunar heldur en úr hungri.Vísir/GettySlysið hafði áhrif á tvær milljónir Hvít-Rússa og þurfti að flytja 135 þúsund manns á brott. Um 1,6 milljónir manna bjuggu enn á menguðum svæðum í Hvíta-Rússlandi árið 2010, þar á meðal 344 þúsund börn, en tæpar tíu milljónir búa í landinu. Frá árinu 1997 til ársins 2010 hafði Rauði krossinn framkvæmt skimanir á 1,2 milljónum manna en af þeim greindust 171 þúsund með krabbameinsfrumur í skjaldkirtli.Athyglin beindist að öðrum hamförum Verkefnið byrjaði í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og komst á mikið flug árið 1996. Frá árinu 2012 hefur fjarað hratt undan því. Sergei segir Rauða krossinn hafa reynt að fjármagna verkefnið með litlum árangri. Reynt hefur verið að vekja athygli á því á alþjóðlegum ráðstefnum en Sergei bendir á að eðlilega fái nýafstaðnar hörmungar á borð við jarðskjálfta og flóðbylgjur meiri athygli hverju sinni.Yfirvöld fegri vandann Vandamálið snýr einnig að yfirvöldum í Hvíta-Rússlandi að mati Sergei. Hann segir ráðamenn eiga það til að tala einungis um það jákvæða sem á sér stað hverju sinni. Ráðamenn segja að Hvíta-Rússland sé á uppleið eftir slysið og engar áhyggjur þurfi að hafa af því að leggja sér villt ber og fisk til munns. „En það er ekki satt og er frekar pirrandi. Ef þú vekur ekki athygli á vandanum þá veitir fólk ekki aðstoð,“ segir Sergei.Hér beitir starfsmaður Rauða krossins ómskoðunartæki á íbúa á menguðu svæði. Tækið er notað til að greina frávik í skjaldkirtlinum.Þegar verkefnið stóð sem hæst greindust margir með krabbameinsfrumur í skjaldkirtli og var þá hægt að beita inngripi snemma sem eykur lífslíkur fólks til muna. Sergei segir því grátlegt að verkefnið sé nánast liðið undir lok og ekki sé hægt að fela vandann líkt og yfirvöld hafi reynt svo lengi.Fóru í kröfugöngu fimm dögum eftir slysið Sergei ólst upp í litlum bæ um 70 kílómetra frá höfuðborginni Minsk en hann segir sig og marga hafa alist upp við að vantreysta yfirvöldum. Tsjernobyl-slysið átti sér stað 26. apríl árið 1986 en fyrstu dagana dreifðist mikið magn geislavirka efna til norðurs og vestur frá kjarnorkuverinu með ríkjandi vindátt. Því þurfti að grípa til rýminga á þeim landsvæðum sem urðu verst úti. Alls voru 187 bæir og þorp í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi, þar sem 116 þúsund manns bjuggu, rýmdir, þar á meðal 50 þúsund manna bærinn Pripyat í Úkraínu. Svæðið sem rýmingin tók til var um 10 þúsund ferkílómetrar, eða á stærð við Reykjanesskagann eins og segir á Vísindavef Háskóla Íslands. Þrátt fyrir þessa rýmingu fyrstu dagana eftir slysið bendir Sergei hins vegar á að þessar mikilvægu upplýsingar um slysið hafi ekki náð til allra. Fimm dögum eftir slysið rann nefnilega upp dagur verkalýðsins, 1. maí, þar sem fólk í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Rússlandi gekk fylktu liði í kröfugöngum og fagnaði. „En þetta var á vissan hátt þvingaður fögnuður. Ég var þarna ungur maður í námi og okkur var ekki sagt að halda okkur innandyra og loka gluggunum og taka joðtöflur, eins og hefði þurft að gera,“ segir Sergei.Orðrómur uppi um að taka joðtöflur Hann segir orðróm hafa verið um slysið og mikilvægt væri að taka joðtöflur, en það hafi ekki komið frá áreiðanlegri heimild. Í Hvíta-Rússlandi bjó fólk á svæði þar sem joðskortur var við líði. Ef skjaldkirtilinn skortir joð tekur hann upp það joð sem hann kemst fyrst í. Eftir slysið var mikið af geislavirku joði í loftinu sem þýðir að ef manneskju skortir joð bregst skjaldkirtillinn við því með því taka upp það joð sem stendur til boða, sem var geislavirkt dagana eftir slysið. Til að koma í veg fyrir að skjaldkirtillinn taki upp geislavirkt joð sem getur valdið krabbameini þarf að taka töflur með hreinu joði svo skjaldkirtillinn safni ekki geislavirku joði. „Það tekur geislavirkt joð um átta daga að leysast upp og því var áríðandi að gera það fyrstu dagana eftir slysið.“Starfsmenn færanlegrar rannsóknarstofu Rauða krossins.Margir þeirra sem voru í móðurkviði eftir að slysið reið yfir hafa greinst með krabbamein en til eru dæmi þar sem viðkomandi einstaklingar vissu hreinlega ekki að þeir hefðu orðið fyrir mengun því foreldrar þeirra fluttu af mengunarsvæði. Þá var ótti og kvíði algengur meðal þeirra sem bjuggu á svæðum sem höfðu orðið fyrir mengun. Lifðu þeir efa um hvort þeir ættu að eignast börn því óvissan um að geta fætt heilbrigt barn var mikil. Efnahagslegt hrun var að á þessum svæðum. Rúm 22 prósent ræktanlegs lands voru ónýt eftir slysið og þurfti að loka stórum verksmiðjum og slysum. „Þetta var því mikið efnahagslegt högg í þokkabót,“ segir Sergei.Hreinsunarmenn vissu ekki af hættunni Þeir sem sáu um að tryggja þessi menguðu svæði, svokallaðir „Liquidators“, voru margir hverjir álitnir hetjur fyrir sín störf. „En sumir af þessum ungu hermönnum voru einfaldlega að fylgja skipunum án þess að vita af hættunni sem fylgdi þessari vinnu því þeim var ekki sagður sannleikurinn. Það var vandamál að sjálfsögðu,“ segir Sergei.Hér má sjá fyrstu myndina sem tekin var af kjarnorkuverinu í Tsjernobyl eftir slysið.Vísir/GettyUm 290 þúsund manns komu að ýmiss konar hreinsun eftir slysið og er metið að þau hafi orðið fyrir mikilli geislun á meðan þessu starfi stóð. Allt líf á jörðinni verður fyrir mikilli geislun, sem er þó mismikil eftir staðsetningu. Geislunin er meiri í himinhvolfi og nærri pólunum en við miðbaug. Á Íslandi er geislunin aðeins um eitt millisívert á ári en í Svíþjóð er hún um fjögur millisívert á ári. Reglur um geislavarnir gera ráð fyrir að geislun undir fimm millisívertum sé látin afskiptalaus. Björgunarmenn í Tsjernobyl urðu fyrir meiri geislun en fjögur þúsund millisívert. Þeir sem stóðu að hreinsuninni urðu fyrir geislun á bilinu 100 til 200 millisívert. Þeir sem hafa mikla þekkingu á þessu slysi í kringum Sergei segja þættina um Tsjernobyl segja sannleikann á margan hátt. „Það er einhver pólitísk slagsíða í þeim um sumt sem er ekki alveg satt. En það sem varðar slysið og afleiðingarnar er frekar raunverulegt.“Verða að athuga berin Lífið í Hvíta-Rússlandi er um margt frábrugðið því sem aðrar þjóðir eiga að venjast, sér í lagi hér á Íslandi. Ef þú sérð falleg ber og sveppi á víðavangi í Hvíta-Rússlandi er þér ráðlagt að athuga hvort þeir séu geislamengaðir. Götusalar eru einnig vinsælir en Hvít-Rússum var lengi vel ráðlagt frá því að kaupa af þeim ber eða fisk því ekki var hægt að staðfesta af hvaða svæðum berin höfðu verið tínd eða fiskurinn veiddur.Skilti þar sem Hvít-Rússar eru varaðir við því að tína ber og sveppi.Vísir/GettyÞættirnir um Tsjernobyl slysið hafa sem fyrr segir vakið athygli á þessum hörmungum sem Sergei segir að hafi að hluta til gleymst eftir því sem árin líða. Spurður hvort hann vonist til að athyglin sem þessir þættir hafa gefið af sér hjálpi til við fjármögnun á hjálparstarfi tengdu þessu slysi segist hann ekki sjá Rauða krossinn í Hvíta-Rússlandi nýti það sem tækifæri. Hann ætlar sér þó að reyna því þetta sé mikilvægt starf. Eðlilega vakna spurningar um hvort hann sjálfur hafi veikst eftir að hafa starfað á menguðum svæðum en hann er snöggur til að benda á að það sé ekki svo hættulegt geri fólk það af varfærni. „Við borðum ekkert mengað og erum ekki á menguðum svæðum lengi í einu. Það er til dæmis í lagi að fara einu sinni eða tvisvar til Tsjernobyl, það er ekkert stórmál,“ segir Sergei.Sinna fjölbreyttum störfum í dag Í dag vinnur hann sem fyrr segir fyrir danska Rauða krossinn í Hvíta-Rússlandi og stýrir verkefnum sem snúa að því að styðja við þjóðfélagshópa sem standa höllum fæti í samfélaginu, þar á meðal fyrrverandi fanga, fólk með geðræn vandamál og fjölskyldur sem þurfa félagsaðstoð en falla á milli úrræða í hvítrússneska kerfinu. Danski Rauði krossinn veitir einnig hjálp tengda veðurhamförum í Hvíta-Rússlandi en frosthörkur geta verið miklar á veturna og hitabylgjurnar öfgakenndar á sumrin. Hann vonast auðvitað eftir því að geta sett meiri þunga í hjálparstarf á svæðum sem urðu illa úti vegna Tsjernobyl-slyssins en aðeins tíminn muni leiða í ljós hvað verður.