Tiger vill berjast um risatitla næstu tíu árin Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2019 12:00 Tiger á æfingu fyrir helgina. vísir/getty Kylfingurinn Tiger Woods, sem hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum, vonast til þess að hann geti spilað í tíu ár til viðbótar og unnið fleiri risatitla. Tiger verður á meðal keppenda á US Open sem hefst í Kaliforníu á morgun en hinn 43 ára gamli Tiger batt enda á ellefu ára eyðimerkurgöngu með sigri á Masters í apríl. Þessi magnaði kylfingur hefur gengið í gegnum margt og mikið undanfarin ár en hann vonast til þess að hann sé kominn á beinu brautina. Hann vonast til að geta spilað næstu tíu árin.Tiger Woods thinks he can keep winning majors for another '10 years' More here https://t.co/jiK6kN1tY8pic.twitter.com/xgI5r7PDL8 — BBC Sport (@BBCSport) June 12, 2019 „Hugsanlega ef ég spila áfram í tíu ár, þá næ ég 40 risamótum. Spurningin er hvort að ég get haldið mér heilsuhraustum og sterkum eftir allt það sem líkami minn hefur gengið í gegnum,“ sagði Woods við blaðamenn í gær. „Þar þarf ég hjálp frá þjálfurum mínum og sjúkraþjálfurum og vonandi gengur það eftir,“ en Woods hefur verið í fínu formi það sem af er þessu ári og spilað gott golf. „Í þessari viku líður mér eins og ég sé að þokast í rétta átt. Ég þarf einn dag í viðbót til þess að gera mig tilbúinn.“ Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods, sem hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum, vonast til þess að hann geti spilað í tíu ár til viðbótar og unnið fleiri risatitla. Tiger verður á meðal keppenda á US Open sem hefst í Kaliforníu á morgun en hinn 43 ára gamli Tiger batt enda á ellefu ára eyðimerkurgöngu með sigri á Masters í apríl. Þessi magnaði kylfingur hefur gengið í gegnum margt og mikið undanfarin ár en hann vonast til þess að hann sé kominn á beinu brautina. Hann vonast til að geta spilað næstu tíu árin.Tiger Woods thinks he can keep winning majors for another '10 years' More here https://t.co/jiK6kN1tY8pic.twitter.com/xgI5r7PDL8 — BBC Sport (@BBCSport) June 12, 2019 „Hugsanlega ef ég spila áfram í tíu ár, þá næ ég 40 risamótum. Spurningin er hvort að ég get haldið mér heilsuhraustum og sterkum eftir allt það sem líkami minn hefur gengið í gegnum,“ sagði Woods við blaðamenn í gær. „Þar þarf ég hjálp frá þjálfurum mínum og sjúkraþjálfurum og vonandi gengur það eftir,“ en Woods hefur verið í fínu formi það sem af er þessu ári og spilað gott golf. „Í þessari viku líður mér eins og ég sé að þokast í rétta átt. Ég þarf einn dag í viðbót til þess að gera mig tilbúinn.“
Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira