„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:01 Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. Vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta. Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta.
Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira