Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2019 13:15 Herðubreið er gjarnan kölluð drottning íslenskra fjalla. Vísir/Vilhelm „Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira