Viðræðurnar árangurslausar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Abbas Araqhchi. Nordicphotos/AFP Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015. Fulltrúar Írans hittu fulltrúa Breta, Þjóðverja, Frakka, Rússa, Kínverja og ESB í austurrísku höfuðborginni í gær til að ræða stöðu mála. Íransstjórn hafði áður sagst ætla að hætta að framfylgja samningnum vegna þeirra nýju þvingana sem Bandaríkin lögðu gegn ríkinu eftir að Donald Trump forseti rifti samningnum af hálfu ríkis síns. Að því er Reuters hafði eftir Abbas Araqchi, varautanríkisráðherra Írans og sendiboða Írana á fundinum, voru viðræðurnar skref í rétta átt en undir væntingum Íransstjórnar. Það væri undir yfirmönnum hans komið hvort hætt verði að framfylgja samningnum og sagði hann ólíklegt að viðræðurnar hefðu gert nokkuð til að telja þeim trú um að halda í plaggið. „Ákvörðunin um að draga úr skuldbindingum okkar hefur nú þegar verið tekin og við munum halda áfram á þeirri leið þangað til komið er til móts við okkur. Ég held að árangurinn hér í dag sé ónógur til þess að stöðva þetta ferli en ákvörðunin verður tekin í Teheran,“ sagði Araqchi enn fremur. Austurríki Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27 Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015. Fulltrúar Írans hittu fulltrúa Breta, Þjóðverja, Frakka, Rússa, Kínverja og ESB í austurrísku höfuðborginni í gær til að ræða stöðu mála. Íransstjórn hafði áður sagst ætla að hætta að framfylgja samningnum vegna þeirra nýju þvingana sem Bandaríkin lögðu gegn ríkinu eftir að Donald Trump forseti rifti samningnum af hálfu ríkis síns. Að því er Reuters hafði eftir Abbas Araqchi, varautanríkisráðherra Írans og sendiboða Írana á fundinum, voru viðræðurnar skref í rétta átt en undir væntingum Íransstjórnar. Það væri undir yfirmönnum hans komið hvort hætt verði að framfylgja samningnum og sagði hann ólíklegt að viðræðurnar hefðu gert nokkuð til að telja þeim trú um að halda í plaggið. „Ákvörðunin um að draga úr skuldbindingum okkar hefur nú þegar verið tekin og við munum halda áfram á þeirri leið þangað til komið er til móts við okkur. Ég held að árangurinn hér í dag sé ónógur til þess að stöðva þetta ferli en ákvörðunin verður tekin í Teheran,“ sagði Araqchi enn fremur.
Austurríki Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27 Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27
Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45
Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30
Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49