Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 12:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira