Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 11:14 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33