GAMMA lokar tveimur fjárfestingasjóðum Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 09:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45
GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15