Ólafur lýsir upp Sigurbogann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 13:01 Sigurboginn er eitt helsta kennileiti Parísar Vísir/Getty Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. RÚV greindi fyrst frá.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper en þar segir að kostnaður við verkið sé áætlaður þrjár milljónir evra, rúmlega 400 milljónir króna. Verkið verður fjármagnað með aðkomu Fonds pour Paris, stofnunar sem Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, kom á fót til að styðja við nútímalist í höfuðborginni. Verkið er enn á hugmyndastigi og segir Anne-Céline Delvert, aðstoðarframkvæmdastjóri Fonds pour Paris, nánari upplýsingar verði gerðar aðgengilegar síðar í sumar eða snemma hausts. Raunar segir hún að ekki sé vitað hvort að hægt verði að setja upp listaverkið þar sem það muni líklega verða tæknilega flókið. Listaverk Ólafs mun vera hluti af fegrunarátaki borgaryfirvalda fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2024. Er listaverkinu ætlað að auðga Sigurbogann sem varð fyrir skemmdarverkum í mótmælum Gulvestunga í lok síðasta árs. Sigurboginn er eitt helsta kennileiti Parísar. Stendur hann í miðju Charles de Gaulle-torgs við vestari enda Champs-Élysées. Smíði við bogann hófst árið 1806 og var hann formlega vígður 30 árum síðar. Sigurboginn er minnisvarði um þá sem börðust fyrir Frakkland og létu í frönsku byltingunni sem og í stríðum Napóleons. Frakkland Menning Ólympíuleikar Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa "einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. 27. júní 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. RÚV greindi fyrst frá.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper en þar segir að kostnaður við verkið sé áætlaður þrjár milljónir evra, rúmlega 400 milljónir króna. Verkið verður fjármagnað með aðkomu Fonds pour Paris, stofnunar sem Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, kom á fót til að styðja við nútímalist í höfuðborginni. Verkið er enn á hugmyndastigi og segir Anne-Céline Delvert, aðstoðarframkvæmdastjóri Fonds pour Paris, nánari upplýsingar verði gerðar aðgengilegar síðar í sumar eða snemma hausts. Raunar segir hún að ekki sé vitað hvort að hægt verði að setja upp listaverkið þar sem það muni líklega verða tæknilega flókið. Listaverk Ólafs mun vera hluti af fegrunarátaki borgaryfirvalda fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2024. Er listaverkinu ætlað að auðga Sigurbogann sem varð fyrir skemmdarverkum í mótmælum Gulvestunga í lok síðasta árs. Sigurboginn er eitt helsta kennileiti Parísar. Stendur hann í miðju Charles de Gaulle-torgs við vestari enda Champs-Élysées. Smíði við bogann hófst árið 1806 og var hann formlega vígður 30 árum síðar. Sigurboginn er minnisvarði um þá sem börðust fyrir Frakkland og létu í frönsku byltingunni sem og í stríðum Napóleons.
Frakkland Menning Ólympíuleikar Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa "einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. 27. júní 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00
Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41
Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa "einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. 27. júní 2018 14:00