Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2019 21:07 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi á að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Stöð 2/Einar Árnason. Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00