„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 13:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, var gestur í umræðuþættinum Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira