Félagi Samherja stefnt vegna deilna um skip í Namibíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:30 Frá höfuðstöðvum Samherja. Fréttablaðið/Pjetur Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið. Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið.
Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira