Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 19:06 Vincent Tan. Vísir/Getty Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira