2300 stelpur í 344 liðum frá 41 félagi á Símamótinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 11:30 KR og Breiðablik eigast hér við í leik í morgun. vísir/vilhelm 2300 stelpur hvaðanæva að á landinu taka þátt í Símamótinu sem fer fram á félagssvæði Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi um helgina. 41 félag sendir lið á mótið en alls eru liðin 344 talsins. Jóhann Þór Jóhannsson, formaður barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, segir Símamótið langstærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi og það hafi farið stækkandi. Þannig séu fleiri þátttakendur í ár heldur en í fyrra. Keppni hófst klukkan hálfníu í morgun og í kvöld er svo setningarathöfnin. Hún er vanalega á fimmtudagskvöldið en vegna Evrópuleiks hjá meistaraflokki karla í Breiðabliki verður mótið sett formlega í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur mótið og Friðrik Dór heldur svo uppi fjöri.Mótið er stærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi.vísir/vilhelmStelpurnar sem keppa eru frá 7. flokki og upp í 5. flokk og er mótið riðlakeppni með styrkleikaröðun. Breiðablik sendir flest lið á mótið, alls 34. Jóhann segir að svona mót gæti aldrei gengið ef ekki væri fyrir dyggan stuðning sjálfboðaliða. „Foreldrar í Breiðabliki fá niðurgreiðslu á æfingagjöldum fyrir að taka vakt á mótinu. Við tókum þetta saman hvað þetta er mikil vinna og þetta eru 150 dagsverk sem verið er að manna yfir helgina,“ segir Jóhann. Keppni lýkur um þrjúleytið á sunnudag. Síminn sýnir beint frá mótinu og þá má nálgast allar upplýsingar um úrslit og leiki á vefsíðu mótsins.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmMótið stendur alla helgina.vísir/vilhelm Íslenski boltinn Kópavogur Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
2300 stelpur hvaðanæva að á landinu taka þátt í Símamótinu sem fer fram á félagssvæði Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi um helgina. 41 félag sendir lið á mótið en alls eru liðin 344 talsins. Jóhann Þór Jóhannsson, formaður barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, segir Símamótið langstærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi og það hafi farið stækkandi. Þannig séu fleiri þátttakendur í ár heldur en í fyrra. Keppni hófst klukkan hálfníu í morgun og í kvöld er svo setningarathöfnin. Hún er vanalega á fimmtudagskvöldið en vegna Evrópuleiks hjá meistaraflokki karla í Breiðabliki verður mótið sett formlega í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur mótið og Friðrik Dór heldur svo uppi fjöri.Mótið er stærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi.vísir/vilhelmStelpurnar sem keppa eru frá 7. flokki og upp í 5. flokk og er mótið riðlakeppni með styrkleikaröðun. Breiðablik sendir flest lið á mótið, alls 34. Jóhann segir að svona mót gæti aldrei gengið ef ekki væri fyrir dyggan stuðning sjálfboðaliða. „Foreldrar í Breiðabliki fá niðurgreiðslu á æfingagjöldum fyrir að taka vakt á mótinu. Við tókum þetta saman hvað þetta er mikil vinna og þetta eru 150 dagsverk sem verið er að manna yfir helgina,“ segir Jóhann. Keppni lýkur um þrjúleytið á sunnudag. Síminn sýnir beint frá mótinu og þá má nálgast allar upplýsingar um úrslit og leiki á vefsíðu mótsins.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmMótið stendur alla helgina.vísir/vilhelm
Íslenski boltinn Kópavogur Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira