Snarhækka verðmat sitt á Símanum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2019 07:00 Orri Hauksson, forstjóri Símans Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hagræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum. Í verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnaðaraðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“. Verðstríð, brottfall reiki- og heildsölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015. Greinendur bankans spá 2,5 prósenta tekjuvexti hjá fjarskiptafélaginu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköpunar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur. Þá telja sérfræðingarnir enn fremur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hagræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum. Í verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnaðaraðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“. Verðstríð, brottfall reiki- og heildsölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015. Greinendur bankans spá 2,5 prósenta tekjuvexti hjá fjarskiptafélaginu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköpunar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur. Þá telja sérfræðingarnir enn fremur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira