Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Ari Brynjólfsson skrifar 27. júlí 2019 07:30 Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. Vísir/valgarður „Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira