Tregða í þróun flugfargjalda Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. júlí 2019 06:30 Icelandair hefur reitt sig á það að meðalfargjöld í flugbransanum muni hækka með tímanum. Vísir/vilhelm Væg hækkun á flugfargjöldum í sumar getur átt sér nokkrar skýringar að sögn greinenda sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að það geti tekið tíma að laga fargjöld að breyttu samkeppnisumhverfi. Lægra olíuverð geti einnig spilað inn í. Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að taka verði mælingunni með fyrirvara enda hafi fall WOW air raskað mælingum Hagstofunnar. Samkvæmt verðmælingum Hagstofu Íslands fyrir júlímánuð hækkuðu flugfargjöld til útlanda um einungis 6,3 prósent á milli mánaða. Þetta er mun vægari hækkun en hefur sést síðustu tvö ár þegar hækkunin nam rúmlega 20 prósentum á milli mánaða. Ef litið er til síðustu fimm ára þá hafa flugfargjöld hækkað að meðaltali um 21 prósent í júlímánuði. Gefi nýjasta mæling Hagstofunnar rétta mynd af verðþróuninni er 12 prósentum ódýrara að fljúga til útlanda í júlí í ár en í júlí fyrir ári. Það kom greinendum á óvart enda hefur samkeppnin minnkað eftir fall WOW air og flugframboð dregist saman. Mælingin var töluvert lægri en spá greiningardeilda Arion banka og Landsbankans, en aðeins lægri en spá Íslandsbanka um níu prósenta hækkun. „Það hefur verið öðruvísi hækkunartaktur í fluginu á þessu ári samanborið við síðustu ár en það er okkar skoðun að minni samkeppni muni jafnt og þétt skila sér í hækkandi verði. Hins vegar getur verið að í þessari mælingu hafi vegið á móti að Icelandair, sem vegur þungt í mælingum Hagstofunnar á flugfargjöldum, hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig. Þannig vilji þeir frekar fylla vélarnar heldur en að bregðast of snarpt við minnkandi samkeppni með því að keyra upp verðin,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í samtali við Fréttablaðið. „Það tekur oft smá tíma fyrir markaðinn að uppgötva nýtt samband milli eftirspurnar og verðs þegar miklar breytingar verða á framboðshliðinni á skömmum tíma, eins og þegar WOW air féll.“ Tölfræðigreining bankans sýnir að til skemmri tíma sé eldsneytisverð á heimsmarkaði, gengi krónunnar og árstíðasveiflur helstu áhrifaþættirnir sem stýra þróun fargjalda. Jón Bjarki bendir á að eldsneytisverð hafi lækkað verulega seinni hlutann í maí. Það geti verið önnur skýring á verðþróuninni. „Icelandair hefur vissulega meiri varnir gagnvart sveiflum í eldsneytisverði heldur en WOW air hafði en samt sem áður er félagið næmt fyrir sveiflum í verðinu. Það var brött lækkun í síðari helmingi maímánaðar og það er ekki ósennilegt að sú lækkun hafi haft áhrif,“ segir Jón Bjarki. Auk þess geti gott veðurfar hér á landi hafa dregið úr eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda í sumar. „Breytt samkeppnisumhverfi á eftir að skila sér af fullum krafti í hærri verðum, sérstaklega í ljósi þess að afkoma Icelandair síðustu misseri hefur gefið til kynna að fargjöld þurfi að hækka. Hækkunin gæti hins vegar verið að færast yfir á seinni hluta ársins,“ segir Jón Bjarki. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að mælivandi geti að einhverju leyti skýrt þessa niðurstöðu í mælingum Hagstofunnar. „Hagstofan er með ákveðið reiknilíkan fyrir fargjöldin. Hagstofan athugaði verð til nokkurra ólíkra áfangastaða. Miðað er við flug þar sem brottför er 14 dögum, einum mánuði og tveimur mánuðum eftir að flugmiði er keyptur. Fyrir fall WOW var vægi þess 30 prósent á móti 70 prósent hjá Icelandair. Það sem síðan gerist er að fall WOW air raskar reiknilíkaninu og það þurfti að ákveða hvernig ætti að mæla fargjöldin framvegis,“ segir Sveinn. „Tölurnar eru áhugaverðar, sérstaklega samanburðurinn milli ára en við tökum þeim með fyrirvara. Ég held að uppgjör Icelandair muni gefa skýrari mynd af stöðunni,“ segir Sveinn en Icelandair Group birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung fimmtudaginn 1. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru önnur flugfélög tekin inn í verðmælinguna eftir fall WOW air en aðferðum við útreikninga var ekki breytt. Þessi undirliður vísitölunnar sveiflist töluvert og erfitt sé að segja til um áhrifin enda stutt síðan breytingin var gerð. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Væg hækkun á flugfargjöldum í sumar getur átt sér nokkrar skýringar að sögn greinenda sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að það geti tekið tíma að laga fargjöld að breyttu samkeppnisumhverfi. Lægra olíuverð geti einnig spilað inn í. Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að taka verði mælingunni með fyrirvara enda hafi fall WOW air raskað mælingum Hagstofunnar. Samkvæmt verðmælingum Hagstofu Íslands fyrir júlímánuð hækkuðu flugfargjöld til útlanda um einungis 6,3 prósent á milli mánaða. Þetta er mun vægari hækkun en hefur sést síðustu tvö ár þegar hækkunin nam rúmlega 20 prósentum á milli mánaða. Ef litið er til síðustu fimm ára þá hafa flugfargjöld hækkað að meðaltali um 21 prósent í júlímánuði. Gefi nýjasta mæling Hagstofunnar rétta mynd af verðþróuninni er 12 prósentum ódýrara að fljúga til útlanda í júlí í ár en í júlí fyrir ári. Það kom greinendum á óvart enda hefur samkeppnin minnkað eftir fall WOW air og flugframboð dregist saman. Mælingin var töluvert lægri en spá greiningardeilda Arion banka og Landsbankans, en aðeins lægri en spá Íslandsbanka um níu prósenta hækkun. „Það hefur verið öðruvísi hækkunartaktur í fluginu á þessu ári samanborið við síðustu ár en það er okkar skoðun að minni samkeppni muni jafnt og þétt skila sér í hækkandi verði. Hins vegar getur verið að í þessari mælingu hafi vegið á móti að Icelandair, sem vegur þungt í mælingum Hagstofunnar á flugfargjöldum, hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig. Þannig vilji þeir frekar fylla vélarnar heldur en að bregðast of snarpt við minnkandi samkeppni með því að keyra upp verðin,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í samtali við Fréttablaðið. „Það tekur oft smá tíma fyrir markaðinn að uppgötva nýtt samband milli eftirspurnar og verðs þegar miklar breytingar verða á framboðshliðinni á skömmum tíma, eins og þegar WOW air féll.“ Tölfræðigreining bankans sýnir að til skemmri tíma sé eldsneytisverð á heimsmarkaði, gengi krónunnar og árstíðasveiflur helstu áhrifaþættirnir sem stýra þróun fargjalda. Jón Bjarki bendir á að eldsneytisverð hafi lækkað verulega seinni hlutann í maí. Það geti verið önnur skýring á verðþróuninni. „Icelandair hefur vissulega meiri varnir gagnvart sveiflum í eldsneytisverði heldur en WOW air hafði en samt sem áður er félagið næmt fyrir sveiflum í verðinu. Það var brött lækkun í síðari helmingi maímánaðar og það er ekki ósennilegt að sú lækkun hafi haft áhrif,“ segir Jón Bjarki. Auk þess geti gott veðurfar hér á landi hafa dregið úr eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda í sumar. „Breytt samkeppnisumhverfi á eftir að skila sér af fullum krafti í hærri verðum, sérstaklega í ljósi þess að afkoma Icelandair síðustu misseri hefur gefið til kynna að fargjöld þurfi að hækka. Hækkunin gæti hins vegar verið að færast yfir á seinni hluta ársins,“ segir Jón Bjarki. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að mælivandi geti að einhverju leyti skýrt þessa niðurstöðu í mælingum Hagstofunnar. „Hagstofan er með ákveðið reiknilíkan fyrir fargjöldin. Hagstofan athugaði verð til nokkurra ólíkra áfangastaða. Miðað er við flug þar sem brottför er 14 dögum, einum mánuði og tveimur mánuðum eftir að flugmiði er keyptur. Fyrir fall WOW var vægi þess 30 prósent á móti 70 prósent hjá Icelandair. Það sem síðan gerist er að fall WOW air raskar reiknilíkaninu og það þurfti að ákveða hvernig ætti að mæla fargjöldin framvegis,“ segir Sveinn. „Tölurnar eru áhugaverðar, sérstaklega samanburðurinn milli ára en við tökum þeim með fyrirvara. Ég held að uppgjör Icelandair muni gefa skýrari mynd af stöðunni,“ segir Sveinn en Icelandair Group birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung fimmtudaginn 1. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru önnur flugfélög tekin inn í verðmælinguna eftir fall WOW air en aðferðum við útreikninga var ekki breytt. Þessi undirliður vísitölunnar sveiflist töluvert og erfitt sé að segja til um áhrifin enda stutt síðan breytingin var gerð.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41