Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 16:21 Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. vísir/ap Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09