Sumarlestur barna sagður mikilvægur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2019 12:30 Þorsteinn segir öllu máli skipta að grunnskólabörn lesi yfir sumartímann þó þau séu í sumarfríi frá skólunum sínum. Vísir/Magnús Hlynur Þrátt fyrir að grunnskólabörn landsins séu í sumarfríi þá er mjög nauðsynlegt að þau séu dugleg að lesa í fríinu, minnst þrisvar í viku, tíu til fimmtán mínútur í senn. Þetta segir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem hrósar sumarlestri í bókasöfnum sveitarfélagsins. Nú er aðeins rétt rúmlega mánuður í að grunnskólar landsins hefjist. Mikil áhersla er lögð á lestur og lesskilning í skólunum og því mikilvægt að börnin gleymi ekki að lesa þó þau séu í sumarfríi. „Það sýnir sig ef að börn lesa ekkert yfir sumarið þá fer þeim aftur og það viljum við alls ekki sjá því lestur er algjör undirstaða alls náms,“ segir Þorsteinn. En hvað eiga börnin að lesa mikið? „Þau þurfa að lesa þrisvar í viku helst og svona tíu til fimmtán mínútur í senn. Það fer eftir aldri barnanna, sum þurfa að lesa upphátt, foreldrarnir þurfa að vera með sumum og svo geta eldri krakkarnir lesið sjálf. Það er mikilvægt að krakkar á öllum aldri lesi, ekki bara yngri börnin.“Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.Magnús HlynurÞorsteinn er ánægður með bókasöfnin í Árborg sem eru með sumarlestur í gangi þar sem aðsóknin hefur slegið í gegn. „Já, það er gaman að segja frá því að þar hefur þátttaka verið afar góð og mikil ánægja með þetta verkefni. Auðvitað fagna ég þessu sem yfirmaður skólamála að bókasöfnin skulu setja svona mikinn kraft í þetta,“ segir Þorsteinn. Árborg Börn og uppeldi Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Þrátt fyrir að grunnskólabörn landsins séu í sumarfríi þá er mjög nauðsynlegt að þau séu dugleg að lesa í fríinu, minnst þrisvar í viku, tíu til fimmtán mínútur í senn. Þetta segir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem hrósar sumarlestri í bókasöfnum sveitarfélagsins. Nú er aðeins rétt rúmlega mánuður í að grunnskólar landsins hefjist. Mikil áhersla er lögð á lestur og lesskilning í skólunum og því mikilvægt að börnin gleymi ekki að lesa þó þau séu í sumarfríi. „Það sýnir sig ef að börn lesa ekkert yfir sumarið þá fer þeim aftur og það viljum við alls ekki sjá því lestur er algjör undirstaða alls náms,“ segir Þorsteinn. En hvað eiga börnin að lesa mikið? „Þau þurfa að lesa þrisvar í viku helst og svona tíu til fimmtán mínútur í senn. Það fer eftir aldri barnanna, sum þurfa að lesa upphátt, foreldrarnir þurfa að vera með sumum og svo geta eldri krakkarnir lesið sjálf. Það er mikilvægt að krakkar á öllum aldri lesi, ekki bara yngri börnin.“Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.Magnús HlynurÞorsteinn er ánægður með bókasöfnin í Árborg sem eru með sumarlestur í gangi þar sem aðsóknin hefur slegið í gegn. „Já, það er gaman að segja frá því að þar hefur þátttaka verið afar góð og mikil ánægja með þetta verkefni. Auðvitað fagna ég þessu sem yfirmaður skólamála að bókasöfnin skulu setja svona mikinn kraft í þetta,“ segir Þorsteinn.
Árborg Börn og uppeldi Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira