Afstöðuleysi Bretlands í Huawei-máli skaðlegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Merki Huawei. Nordicphotos/AFP Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00