Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 11:47 Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Vísir/Hanna „Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13