Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2019 06:00 Sumarhúsaeigendur á Suðvesturlandi hafa ekki farið varhluta af faraldri lúsmýs í sumar. Fréttablaðið/Pjetur Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira