Illt er verkþjófur að vera Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Gunnar Sigfússon WOW Air Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar