Mikið verk óunnið í uppgræðslu lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2019 18:45 Landfok sem fór yfir Árnessýslu í gær. Vísir/Stöð 2 Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni. Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni.
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira