Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. ágúst 2019 21:33 Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður. Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður.
Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00