Mikil ókyrrð á Keflavíkurflugvelli vegna breytinga á vaktakerfi starfsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 14:13 Breytingarnar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. FBL/ERnir Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira