Kjúklingarnir sem lifðu henta til slátrunar Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2019 12:48 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19