Markús og Viðar Már kveðja Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 13:02 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í morgun að því er fram kemur á dagskrá fundarins. Markús og Viðar Már óska eftir að láta af störfum sökum aldurs en þeir verða báðir orðnir 65 ára þann 1. október samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir hætta þann dag og eitt embætti verður auglýst því samkvæmt lögum um dómstóla eiga hæstaréttardómarar að vera sjö.Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.HæstirétturMarkús hefur verið Hæstaréttardómari frá árinu 1994. Hann var forseti réttarins 2002-2003 og aftur 2012-2016. Á síðara tímabilinu var Viðar Már varaforseti réttarins. Hann var skipaður dómari við Hæstarétt árið 2010. Athygli vekur að þeir Markús og Viðar Már eru ekki aldursforsetar Hæstaréttar. Þorgeir Örlygsson, forseti réttarins, er fæddur árið 1952 og þá er Greta Baldursdóttir, eini kvendómarinn við réttinn, fædd sömuleiðis árið 1954. Hæstaréttardómarar mega láta af störfum við 65 ára aldur en er frjálst að starfa til sjötugs kjósi þeir svo. Umsvif Hæstaréttar minnkuðu til muna við skipun Landsréttar sem millidómstigs. Nú fara aðeins valin mál fyrir Hæstarétt og velur Hæstiréttur sjálfur þau mál sem rétturinn telur að eigi erindi við dómstólinn. Dómstólar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í morgun að því er fram kemur á dagskrá fundarins. Markús og Viðar Már óska eftir að láta af störfum sökum aldurs en þeir verða báðir orðnir 65 ára þann 1. október samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir hætta þann dag og eitt embætti verður auglýst því samkvæmt lögum um dómstóla eiga hæstaréttardómarar að vera sjö.Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.HæstirétturMarkús hefur verið Hæstaréttardómari frá árinu 1994. Hann var forseti réttarins 2002-2003 og aftur 2012-2016. Á síðara tímabilinu var Viðar Már varaforseti réttarins. Hann var skipaður dómari við Hæstarétt árið 2010. Athygli vekur að þeir Markús og Viðar Már eru ekki aldursforsetar Hæstaréttar. Þorgeir Örlygsson, forseti réttarins, er fæddur árið 1952 og þá er Greta Baldursdóttir, eini kvendómarinn við réttinn, fædd sömuleiðis árið 1954. Hæstaréttardómarar mega láta af störfum við 65 ára aldur en er frjálst að starfa til sjötugs kjósi þeir svo. Umsvif Hæstaréttar minnkuðu til muna við skipun Landsréttar sem millidómstigs. Nú fara aðeins valin mál fyrir Hæstarétt og velur Hæstiréttur sjálfur þau mál sem rétturinn telur að eigi erindi við dómstólinn.
Dómstólar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira