Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 13:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira
Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira