Sveppur sem ógnar bananaframleiðslu heimsins hefur náð til Suður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 14:16 Yfirvöld í Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi. Vísri/Getty Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar. Kólumbía Matur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar.
Kólumbía Matur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira