Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. september 2019 07:00 Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga í gær Fréttablaðið/Anton Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi á næsta ári eins og ráð var fyrir gert í þeirri fjármálaáætlun sem samþykkt var fyrr á árinu, vegna samdráttarskeiðs sem gengur nú yfir. Í frumvarpi til fjárlaga sem kynnt var í gær er gert ráð að tekjur ríkissjóðs verði 920 milljarðar á næsta ári en gjöld 919 milljarðar. Meðal aðgerða til að bregðast við samdrættinum eru lækkun tekjuskatts á einstaklinga sem kemur fram á tveimur árum en ekki þremur eins og upphaflega var áformað. Í frumvarpinu segir að lækkunin auki ráðstöfunartekjur og einkaneyslu heimilanna og stuðli þannig að efnahagslegum stöðugleika, bæði vegna tímasetningarinnar í hagsveiflunni og hás sparnaðarhlutfalls heimilanna. Aðkomu ríkisins við gerð lífskjarasamningana er einnig að finna í frumvarpinu með lengra fæðingarorlofi, hærri barnabótum og aðgerðum í húsnæðismálum. Þá verður klárað að lækka tryggingargjaldið í samræmi við það sem boðað hefur verið og lækkar það um 0,5 prósent á næsta ári. Aukin opinber fjárfesting er einnig kynnt í frumvarpinu sem þáttur í viðbrögðum við efnahagssamdrættinum og gerir frumvarpið ráð fyrir tæpum 80 milljörðum í fjárfestingarverkefni sem er 11 milljörðum meira en á yfirstandandi ári. Kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, smíði nýs hafrannsóknaskips, bygging Húss íslenskunnar og áframhaldandi uppbygging nýs Landspítala eru meðal helstu verkefna auk 28 milljarða sem eyrnamerktir eru fjárfestingum í samgöngum. Meðal mála sem fjármögnuð eru í frumvarpinu og hafa verið til umræðu er nýtt námsstyrkjakerfi, stuðningur við einkarekna fjölmiðla, hækkuð framlög til loftslagsmála, kostnaðarþátttaka í flugfargjöldum innanlands og uppbygging hjúkrunarrýma.Aðilar vinnumarkaðarins segja kost og löst á fjárlagafrumvarpinuHalldór BenjamínJákvættMiklar skattalækkanir boðaðar sem styrkir hag heimilana, sér í lagi á tekjulægri endanum. Styður með beinum hætti við Lífskjarasamninginn.Skuldastaða ríkissjóðs er virkilega góð – kraftaverk verið unnið á síðustu árum. Ríkissjóður hefur þanþol til að taka á sig áföll framtíðar.NeikvættLítið aðhald eða áhersla á að bæta rekstur.Nauðsynlegt að lækka tryggingagjald frekar til að koma súrefni inn í atvinnulífið þegar hægir á atvinnulífinu.Hefði viljað sjá ríkissjóð skila lítillega halla og keyra á fjárfestingar fyrr á tímabilinu. Þó frumvarpið yrði meira þenslufrumvarp þá myndi það ekki breyta viðbrögðum Seðlabankans og sporna gegn frekari vaxtalækkunum því verðbólguhorfur hér heima og erlendis benda ekki til annars en að verðbólgan sé á hraðri niðurleið.Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Drífa SnædalJákvættGott ríkisstjórnin ætli að standa við lífskjarasamningaPersónuaflslátturinn heldur verðgildi sínu.NeikvættVantar viðleitni til að afla tekna á móti skattalækkunum til að þær komi ekki niður á velferðarkerfinu. Ef tekna verður ekki aflað á mót er hætta á að aðgerðirnar rýri innviðina.Hefði viljað sjá hækkun fjármagnstekjuskatts, aukið fé í skattrannsóknir til að endurheimta skattfé, auk annarra tekjuöflunarleiða eins og hátekjuskatt og auðlindagjald.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Kosningalykt af þessu Björn Leví Gunnarsson finnur kosningalykt af frumvarpinu. „Skattalækkanir koma að mestu fram á næsta (kosninga)ári, á sama tíma og ýjað er að því að efnahagsspár næsta árs verði mögulega verri en gert er ráð fyrir núna. Ég kvarta þó ekki undan skattalækkunum nema að því leyti að þær koma ekki vel út fyrir allra tekjulægstu hópana og ég hefði viljað sjá aukinn persónuafslátt,“ segir Björn. Hann gagnrýnir einnig framsetningu frumvarpsins. „Aftur hafa gagnsæismálin mistekist. Það er ómögulegt að sjá í fjárlagafrumvarpinu af hverju tillögur að fjárveitingum eru þær upphæðir sem lagðar eru til en ekki einhverjar aðrar upphæðir. Við vitum til dæmis ekkert hvort upphæðin fyrir Landspítalann dugar til þess að hægt sé að sinna lögbundinni þjónustu eða ekki. Fjárlagafrumvarpið er svona eins og spaghettíhrúga þar sem ómögulegt er að sjá hvaða verkefni kostar hvað og af hverju af því að það týnist í flækjunni.“Fullkomlega óraunhæfar forsendur Þorsteinn Víglundsson fagnar því að grípa eigi til skattalækkana á einstaklinga enda heppilegur tími til þess að styðja við kaupmátt. „Á móti koma hins vegar ýmsar skattahækkanir upp á rúmlega 5 milljarða svo þegar upp er staðið eru lækkanirnar óverulegar.“ Það sem helst er gagnrýnivert er að efnahagsforsendur frumvarpsins eru fullkomlega óraunhæfar. Ríkisstjórnin hefur ítrekað þurft að endurskoða áform sín á liðnum árum vegna of mikillar bjartsýni en virðist samt ekkert læra. Gert er ráð fyrir nærri þriggja prósenta hagvexti á næsta ári sem er mun meira en Seðlabankinn og flestir greiningaraðilar gera ráð fyrir. Að auki eru ýmis hættumerki á lofti í alþjóðaviðskiptum sem haft gætu neikvæð áhrif á hagvöxt hér. Einsýnt er að endurskoða þurfi frumvarpið frá grunni þegar endurskoðuð hagspá liggur fyrir. Þá má gagnrýna hversu litlu er bætt við fjárfestingar hins opinbera sem hafa verið langt undir meðaltali undanfarinn áratug.Fjárlög hinna fáu og ríku Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frumvarpið staðfesta að það búi tvær þjóðir í landinu. „Þjóðin sem á eignirnar og þjóðin sem borgar. Enn erum við með lægsta fjármagnstekjuskatt allra Norðurlanda en fjármagnstekjur lækka meira að segja milli ára, enn erum við með veiðileyfagjald svipað hátt og tóbaksgjaldið, enn stendur til að lækka bankaskattinn og enn finnst þessari ríkisstjórn að 5% ríkustu Íslendingarnir sem eiga næstum jafnmikið og hin 95%-in, eiga skilið að vera í skjóli á tímum niðursveiflu. Háskólarnir með LÍN, framhaldsskólar og þróunarsamvinna fá meira að segja lækkun milli ára að raunvirði. Þá er bara gert ráð fyrir 3% launahækkun fyrir opinbera starfsmenn í verðbólgu sem er mun hærri. Þetta eru fjárlög hinna fáu og ríku.“Óskhyggja um hitt og þetta Formanni Flokks fólksins þykir frumvarpið einkennast af mikilli bjartsýni um horfurnar. „Þetta er auðvitað óskhyggja um hitt og þetta sem maður veit svo ekkert hvort verður barn í brók,“ segir Inga Sæland. Þótt hún fagni skattalækkunum hefur hún efasemdir um að þær komi þeim sem allra verst standa að raunverulegu gagni. Helmingur launafólks er með laun um eða undir 440 þúsund krónum á mánuði og 5.800 krónur á mánuði í skattalækkun fyrir þennan hóp dugar skammt.“ Inga er þó ánægð með það sem þó er gert. „Það er sjálfsagt að nefna það sem jákvætt er og vel er gert. Þessar aðgerðir sem ríkisstjórnin er að fara í í húsnæðismálum eru mjög jákvæðar,“ segir Inga og bindur einnig vonir við áframhaldandi vaxtalækkanir sem skili sér best fyrir fólkið. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi á næsta ári eins og ráð var fyrir gert í þeirri fjármálaáætlun sem samþykkt var fyrr á árinu, vegna samdráttarskeiðs sem gengur nú yfir. Í frumvarpi til fjárlaga sem kynnt var í gær er gert ráð að tekjur ríkissjóðs verði 920 milljarðar á næsta ári en gjöld 919 milljarðar. Meðal aðgerða til að bregðast við samdrættinum eru lækkun tekjuskatts á einstaklinga sem kemur fram á tveimur árum en ekki þremur eins og upphaflega var áformað. Í frumvarpinu segir að lækkunin auki ráðstöfunartekjur og einkaneyslu heimilanna og stuðli þannig að efnahagslegum stöðugleika, bæði vegna tímasetningarinnar í hagsveiflunni og hás sparnaðarhlutfalls heimilanna. Aðkomu ríkisins við gerð lífskjarasamningana er einnig að finna í frumvarpinu með lengra fæðingarorlofi, hærri barnabótum og aðgerðum í húsnæðismálum. Þá verður klárað að lækka tryggingargjaldið í samræmi við það sem boðað hefur verið og lækkar það um 0,5 prósent á næsta ári. Aukin opinber fjárfesting er einnig kynnt í frumvarpinu sem þáttur í viðbrögðum við efnahagssamdrættinum og gerir frumvarpið ráð fyrir tæpum 80 milljörðum í fjárfestingarverkefni sem er 11 milljörðum meira en á yfirstandandi ári. Kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, smíði nýs hafrannsóknaskips, bygging Húss íslenskunnar og áframhaldandi uppbygging nýs Landspítala eru meðal helstu verkefna auk 28 milljarða sem eyrnamerktir eru fjárfestingum í samgöngum. Meðal mála sem fjármögnuð eru í frumvarpinu og hafa verið til umræðu er nýtt námsstyrkjakerfi, stuðningur við einkarekna fjölmiðla, hækkuð framlög til loftslagsmála, kostnaðarþátttaka í flugfargjöldum innanlands og uppbygging hjúkrunarrýma.Aðilar vinnumarkaðarins segja kost og löst á fjárlagafrumvarpinuHalldór BenjamínJákvættMiklar skattalækkanir boðaðar sem styrkir hag heimilana, sér í lagi á tekjulægri endanum. Styður með beinum hætti við Lífskjarasamninginn.Skuldastaða ríkissjóðs er virkilega góð – kraftaverk verið unnið á síðustu árum. Ríkissjóður hefur þanþol til að taka á sig áföll framtíðar.NeikvættLítið aðhald eða áhersla á að bæta rekstur.Nauðsynlegt að lækka tryggingagjald frekar til að koma súrefni inn í atvinnulífið þegar hægir á atvinnulífinu.Hefði viljað sjá ríkissjóð skila lítillega halla og keyra á fjárfestingar fyrr á tímabilinu. Þó frumvarpið yrði meira þenslufrumvarp þá myndi það ekki breyta viðbrögðum Seðlabankans og sporna gegn frekari vaxtalækkunum því verðbólguhorfur hér heima og erlendis benda ekki til annars en að verðbólgan sé á hraðri niðurleið.Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Drífa SnædalJákvættGott ríkisstjórnin ætli að standa við lífskjarasamningaPersónuaflslátturinn heldur verðgildi sínu.NeikvættVantar viðleitni til að afla tekna á móti skattalækkunum til að þær komi ekki niður á velferðarkerfinu. Ef tekna verður ekki aflað á mót er hætta á að aðgerðirnar rýri innviðina.Hefði viljað sjá hækkun fjármagnstekjuskatts, aukið fé í skattrannsóknir til að endurheimta skattfé, auk annarra tekjuöflunarleiða eins og hátekjuskatt og auðlindagjald.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Kosningalykt af þessu Björn Leví Gunnarsson finnur kosningalykt af frumvarpinu. „Skattalækkanir koma að mestu fram á næsta (kosninga)ári, á sama tíma og ýjað er að því að efnahagsspár næsta árs verði mögulega verri en gert er ráð fyrir núna. Ég kvarta þó ekki undan skattalækkunum nema að því leyti að þær koma ekki vel út fyrir allra tekjulægstu hópana og ég hefði viljað sjá aukinn persónuafslátt,“ segir Björn. Hann gagnrýnir einnig framsetningu frumvarpsins. „Aftur hafa gagnsæismálin mistekist. Það er ómögulegt að sjá í fjárlagafrumvarpinu af hverju tillögur að fjárveitingum eru þær upphæðir sem lagðar eru til en ekki einhverjar aðrar upphæðir. Við vitum til dæmis ekkert hvort upphæðin fyrir Landspítalann dugar til þess að hægt sé að sinna lögbundinni þjónustu eða ekki. Fjárlagafrumvarpið er svona eins og spaghettíhrúga þar sem ómögulegt er að sjá hvaða verkefni kostar hvað og af hverju af því að það týnist í flækjunni.“Fullkomlega óraunhæfar forsendur Þorsteinn Víglundsson fagnar því að grípa eigi til skattalækkana á einstaklinga enda heppilegur tími til þess að styðja við kaupmátt. „Á móti koma hins vegar ýmsar skattahækkanir upp á rúmlega 5 milljarða svo þegar upp er staðið eru lækkanirnar óverulegar.“ Það sem helst er gagnrýnivert er að efnahagsforsendur frumvarpsins eru fullkomlega óraunhæfar. Ríkisstjórnin hefur ítrekað þurft að endurskoða áform sín á liðnum árum vegna of mikillar bjartsýni en virðist samt ekkert læra. Gert er ráð fyrir nærri þriggja prósenta hagvexti á næsta ári sem er mun meira en Seðlabankinn og flestir greiningaraðilar gera ráð fyrir. Að auki eru ýmis hættumerki á lofti í alþjóðaviðskiptum sem haft gætu neikvæð áhrif á hagvöxt hér. Einsýnt er að endurskoða þurfi frumvarpið frá grunni þegar endurskoðuð hagspá liggur fyrir. Þá má gagnrýna hversu litlu er bætt við fjárfestingar hins opinbera sem hafa verið langt undir meðaltali undanfarinn áratug.Fjárlög hinna fáu og ríku Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frumvarpið staðfesta að það búi tvær þjóðir í landinu. „Þjóðin sem á eignirnar og þjóðin sem borgar. Enn erum við með lægsta fjármagnstekjuskatt allra Norðurlanda en fjármagnstekjur lækka meira að segja milli ára, enn erum við með veiðileyfagjald svipað hátt og tóbaksgjaldið, enn stendur til að lækka bankaskattinn og enn finnst þessari ríkisstjórn að 5% ríkustu Íslendingarnir sem eiga næstum jafnmikið og hin 95%-in, eiga skilið að vera í skjóli á tímum niðursveiflu. Háskólarnir með LÍN, framhaldsskólar og þróunarsamvinna fá meira að segja lækkun milli ára að raunvirði. Þá er bara gert ráð fyrir 3% launahækkun fyrir opinbera starfsmenn í verðbólgu sem er mun hærri. Þetta eru fjárlög hinna fáu og ríku.“Óskhyggja um hitt og þetta Formanni Flokks fólksins þykir frumvarpið einkennast af mikilli bjartsýni um horfurnar. „Þetta er auðvitað óskhyggja um hitt og þetta sem maður veit svo ekkert hvort verður barn í brók,“ segir Inga Sæland. Þótt hún fagni skattalækkunum hefur hún efasemdir um að þær komi þeim sem allra verst standa að raunverulegu gagni. Helmingur launafólks er með laun um eða undir 440 þúsund krónum á mánuði og 5.800 krónur á mánuði í skattalækkun fyrir þennan hóp dugar skammt.“ Inga er þó ánægð með það sem þó er gert. „Það er sjálfsagt að nefna það sem jákvætt er og vel er gert. Þessar aðgerðir sem ríkisstjórnin er að fara í í húsnæðismálum eru mjög jákvæðar,“ segir Inga og bindur einnig vonir við áframhaldandi vaxtalækkanir sem skili sér best fyrir fólkið.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52